fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Endurkoma Texas-Magga: Sjáið eftirminnilegustu mómentin hans – „Fólk er búið að fá nóg“

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumaðurinn Magnús Ingi Magnússon, eða Texas-Maggi eins og hann er best þekktur, opnar nýjan veitingastað við Laugaveg 178. Staðurinn heitir Matarbarinn og segir Maggi í samtali við Fréttablaðið að hann sé óhræddur við bakslag í veitingarekstrinum. Hann segir hins vegar græðgisvæðingu hafa haft mikil áhrif á matreiðslubransann og að ferðamannastraumurinn hafi gert reksturinn erfiðan. Á þessum nýja stað sínum heitir hann því að réttir verða í boði á viðráðanlegu verði.

„Fólk er búið að fá nóg,“ segir Maggi. „Það er búið að sprengja verðskalann. Þegar þú ert að kaupa þér pizzu fyrir 3500 krónur, fyrir einn mann, þá segir fólk stopp, hingað og ekki lengra. Hráefnið kostar í mesta lagi 500 krónur. Menn eru að verðleggja sig út af kortinu.“

Á Matarbarnum hyggst bjóða upp á svonefndan „mömmumat“ en hann segir það alveg vera rúm fyrir svona ódýran stað á núverandi markaði. „Það þurfa allir að borða,“ segir Maggi, sem tilkynnti opnun staðarins á Facebook með neðangreindu myndbandi.

„Þetta er bara verið að skrifa mannkynssöguna,“
segir hann þar.

Maggi var lengi með sjónvarpsþátt á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Hérna eru sex kostuleg myndbönd sem sýna bráðfyndin viðtöl Magnúsar.

„Það sést nú að þú ert ekki frá Bárðardal“

Gerir Kóríander gulrótina gula?

„Við Íslendingar erum alltaf jafn biluð“

Maggarnir tveir – „Elda og smjatta“

Afsökunarbeiðnin fræga

Og að sjálfsögðu…

„What do you do when you are tapping off the gúmmí?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“