fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Kourtney Kardashian er byrjuð á ketó – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 08:40

Kourtney Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kourtney Kardashian er komin aftur á ketó og segir frá því í nýrri bloggfærslu á Poosh.

Kourtney var á ketó fyrir tveimur árum síðan. „Læknirinn minn setti mig á ketó fyrir nokkrum árum síðan í málmhreinsun. Hann skoðaði vöðvana mína og komst að því að ég væri með hátt magn af kvikasilfri og blýi í kerfinu mínu,“ skrifar Kourtney.

Hún bætti við að læknir hennar „lét mig vita að ein af fljótustu leiðunum til að hreinsa líkamann var að halda líkamanum í ketósis ástandi. Ég átti að athuga blóðsykur og ketónstigin mín hvern morgunn til að vera viss um að allt væri á réttri leið.“

Kourtney segir að henni hafi liðið betur en það hafi líka stór bónus fylgt mataræðinu: „Líkami minn hefur aldrei litið betur út heldur en þegar ég var á ketó fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Fyrir mig er ketó besta leiðin til að losna við sykurlöngun og brenna fitu.“

Þess vegna ætlar hún aftur á ketó. „Ég ætla að borða lítið af kolvetni, engar kornvörur, baunir eða hnetur. Ég ætla að einblína á ferskt grænmeti og magurt kjöt. Ég ætla að borða þrjár máltíðir á dag án þess að fá mér millimál, ef ég get.“

Kourtney er líka að fasta tímabundið, eða intermittent fasting eins og það er betur þekkt. Hún borðar ekki eftir klukkan sjö á kvöldin og borðar fyrstu máltíðina um hálf ellefu-ellefu fyrir hádegi.

https://www.instagram.com/p/Bx3FeIolFlD/

Raunveruleikastjarnan deildi matarplani á Poosh. Þetta borðar Kourtney á ketó:

Morgunmatur: Avakadó þeytingur með stevíu, MCT olíu, beinaseyðisduft og blá-grænir þörungar.

Hádegismatur: Próteinríkt salat með kalkún, eggjahvítu og salati.

Kvöldmatur: Kjúklingur eða lax með blómkáli eða brokkolígrjónum.

Annað: Grænt te, beinaseyði eða hnetur eins og valhnetur eða pekanhnetur.

Kourtney ætlar hins vegar ekki að vera lengi á ketó. Hún segist líklega ætla aftur í venjulega mataræðið sitt eftir mánuð.

„Þetta snýst allt um jafnvægi,“ skrifar Kourtney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa