fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Það sem Sunneva Einars borðar á einum degi – Telur ekki kaloríur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 09:00

Sunneva Einars er í hörkuformi. Mynd: Skjáskot/Instagram @sunnevaeinarss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hún er með yfir 41 þúsund fylgjendur á miðlinum sem vilja ólmir vita í hvaða fötum hún klæðist, hvaða hárvörur hún notar og hvað hún borðar, svo fátt sé nefnt.

Sunneva var að eigin sögn búin að lofa fylgjendum sínum að deila einum degi skráðum í MyFitnessPal smáforritið. Í MyFitnessPal er hægt að skrá allan mat sem þú borðar yfir daginn og einnig hreyfingu.

„Eins og ég lofaði! Hérna er gærdagurinn minn skráður í MyFitnessPal. Tek fram að magnið í öllu er ekki hundrað prósent rétt. Ég vigta ekki matinn minn heldur er þetta bara svona sirka (sennilega meiri cals). Átti mjög góðan dag en vanalega er meira mönns!“

Skrifar Sunneva með myndinni sem hún deildi í Instagram Story. Hún tekur það einnig fram að hún tekur ekki alltaf tvær æfingar. „[Ég] hefði átt að borða meira.“

Sunneva segir að vanalega borðar hún stærri hádegismat en hafði lítinn tíma þennan dag og til að forðast allan misskilning þá telur hún ekki kaloríur.

„Þetta er ekki réttur kaloríufjöldi. Heldur er ég að sýna hvað ég er að borða „ish“ […] Það sem ég borðaði í gær var miklu meira heldur en þetta. Ég er ekki að stilla inn hvað eitthvað er mörg grömm. Ég nenni því ekki neitt sko,“ segir Sunneva.

„Þetta er bara svo þið sjáið sirka hvað ég borða og til að gefa ykkur hugmyndir. En þetta er 100 prósent ekki skammtarnir mínir.“

Skjáskot/Instagram @sunnevaeinarss

Morgunmatur:

Hafragrautur, laktósafrí hleðsla og frosin bláber.

Hádegismatur:

Flatkaka með túnfisksalati og osti.

Millimál:

Beygla með rjómaosti. Vanilluskyr. Kaffi og haframjólk.

Kvöldmatur:

Hrísgrjónanúðlur með teriyaki kjúkling, eggi, kúrbít og wasabi baunum.

Samkvæmt MyFitnessPal drakk Sunneva 16 bolla af vatni og fór á tvær æfingar sem brenndu samtals 1248 kaloríum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum