fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt

Ketóhornið
Miðvikudaginn 5. júní 2019 17:00

Dásamlegur kvöldmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi er í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Líka litla gikknum mínum honum Gilla.

Sumarlegur réttur.

Karrýfiskur með hvítkálsgrjónum

Hráefni:

½ haus af hvítkáli, rifið
800 g ýsa var það heillin
3 dl grísk jógúrt
1 dl mæjónes
1 msk. karrýduft
¼ tsk. chayenne
½ msk. fiskikraftur
handfylli af konfekttómötum
lúka af rifnum osti
ferskt kóríander

Aðferð:

Hita ofninn í 190°C. Leggja hvítkál í botninn á eldföstu móti. Skera ýsuna í bita og leggja bitana yfir grjónin. Salta og pipra. Hræra saman jógúrt, mæjónes, karrý, chayenne, fiskikrafti. Hella sósunni yfir og skreyta með tómötum, rifnum osti og kóríander. Baka í um það bil hálftíma. Einfalt og allt gert í einu fati.

Litríkt er það.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“