fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Afhjúpun næringarfræðings: Þetta gerist þegar þú hættir að borða sykur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næringarfræðingurinn Leanne Ward hefur varpað ljósi á það sem nákvæmlega gerist í líkamanum þegar þú hættir að borða sykur. Þá varpar Leanne ljósi á það hversu langur tími líður frá því sykurneyslu er hætt þar til löngunin eftir sykri hverfur.

Þetta gerir Leanne í viðtali við Mail Online en sjálf er Leanne búsett í Queensland í Ástralíu þar sem hún starfar. Leanne bendir á að þó að margir haldi eflaust að þeir borði tiltölulega lítinn sykur sé sannleikurinn sá að þeir borða eflaust meira en þeir telja þar sem sykur er í svo mörgum fæðutegundum.

En hvað gerist í líkamanum þegar við hættum að borða sykur? Góðir hlutir gerast hægt en ef marka má Leanne margborgar það sig að takmarka sykurneyslu eins og kostur er.

Hvað gerist 20 mínútum eftir að við hættum að borða sykur? 

Leanne segir að mikil sykurneysla leiði af sér meiri sykurneyslu. Við finnum fyrir ákveðnu orkuskoti í sutta stund þegar við borðum sykur en þau áhrif vara ekki lengi. Líkaminn fer að kalla eftir meiri sykri. Ef þeim þorsta er ekki svalað geta fylgt skapsveiflur og orkuleysi fljótlega eftir að neyslu er hætt. „Ef þú borðaðir mjög sykurríka fæðu eru líkur á að líkaminn verði farinn að kalla á meira innan tuttugu mínútna.“ En ef við borðum fjölbreyttari fæðu; blöndu af flóknum kolvetnum og prótínum kemst jafnvægi á blóðsykurinn með þeim afleiðingum að okkur ætti að líða ágætlega næstu klukkustundirnar.

Hvað gerist klukkutíma eftir að við hættum að borða sykur?

Leanne segir að það fari allt eftir síðustu máltíð. Ef klukkustund er liðin síðan þú fékkst þér sælgæti eða mjög sykurríka fæðu eru líkur á að líkaminn sé farinn að kalla á meira. Í stað þess að láta undan og fá sér kleinuhring eða kex mælir Leanne með því að þú fáir þeir hollara snarl; eitthvað sem inniheldur trefja, prótín eða holla fitu. Dæmi um þetta eru ristaðar hnetur, grænmeti (sellerí til dæmis) með hnetusmjöri eða hummus.

Hvað gerist sólarhring eftir að við hættum að borða sykur?

Leanne segir að góðu fréttirnar séu þær að nú ætti líkaminn að vera farinn að byrja að venjast sykurleysinu – að einhverju leyti allavega. Afleiðingarnar verða þær að löngunin hverfur smám saman. Þetta á við ef þú borðar holla og fjölbreytta fæðu; flókin kolvetni, prótín og holla fitu. Þú ættir að finna fyrir aðeins betri einbeitingu og ef til vill aðeins minna orkuleysi, seinni part dags til dæmis. Leanne segir að þetta muni taka tíma en hvetur fólk til að halda áfram.

Hvað gerist einni viku eftir að við hættum að borða sykur?

Það er flottur árangur að hætta að borða sykur í eina viku. En Leanne segir að björninn sé ekki endilega unninn þó sykurinn hafi verið lagður á hilluna í viku. „Löngunin gæti verið enn til staðar af fullum krafti eftir 5 til 7 daga án sykurs,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að standast löngunina. Hún bendir á að rannsóknir hafi sýnt að mikil sykurneysla geti haft áhrif á framleiðslu dópamíns í heilanum. Þetta þýðir að þeir sem hafa lagt í vana sinn að borað mjög mikinn sykur þurfa sífellt stærri skammt til að fá sömu áhrif. Það getur tekið tíma að núllstilla þessi kerfi líkamans. Fyrir þann sem borðaði meðalmagn af sykri, ef svo má segja, ætti vika að vera nægur tími til að láta löngunina hverfa. Sumir gætu þurft lengri tíma. Leanne segir að fólk ætti einnig að taka eftir jákvæðum breytingum, til dæmis á húðinni. Þá ætti svefninn að vera kominn í betra horf en áður og hver veit nema fötin séu farin að passa betur?

Hvað gerist mánuði eftir að við hættum að borða sykur?

Eftir einn mánuð ætti löngunin í sykur að vera horfin og jákvæð áhrif þess að hætta komin að mestu fram að fullu. „Ekki láta það samt koma þér á óvart ef löngunin kviknar við ákveðnar kringumstæður,“ segir hún og nefnir til dæmis þegar farið er í kvikmyndahús eða veislur. Þú ættir þó að geta staðist þessa freistingar áfram þar sem þú ert þegar búin/n að komast yfir erfiðasta hjallann. Leanne segir að ef löngun kemur upp sé gott að fá sér eitthvað sem inniheldur prótín.

Hvað gerist ári eftir að við hættum að borða sykur?

Jákvæðu áhrifin verða löngu komin fram og þér ætti að líða mun betur, bæði á líkama og sál. Þú ættir að vera léttari en áður, löngun í sykur ætti að vera alveg horfin, húðin ætti að líta betur út og skapið léttara og betra en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa