fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Dásamlegur kvöldmatur sem inniheldur aðeins 200 hitaeiningar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 16:00

Ljúffengt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð æðisleg uppskrift sem við rákumst á á vef Daily Meal, en um er að ræða blómkáls- og brokkolí rétt sem dugar í tíu skammta. Það sem meira er – hver skammtur inniheldur aðeins 178 hitaeiningar.

Blómkáls- og brokkolíréttur

Hráefni:

½ bolli brauðrasp
¼ bolli + 2 msk. parmesan ostur, rifinn
2 msk. smjör, brætt
1½ tsk. ítalskt krydd
450 g brokkolí í bitum
450 g blómkál í bitum
2 msk. smjör
1 laukur, saxaður
2 msk. hveiti
1 tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. svartur pipar
1¼ bolli mjólk
115 g rjómaostur, skorinn í bita

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið brauðrasp, 2 matskeiðum af parmesan osti, 2 matskeiðum af bræddu smjöri og ½ teskeið af ítölsku kryddi saman í lítilli skál og setjið til hliðar. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri í stórum potti yfir meðalhita. Setjið laukinn í pottinn og eldið í 5 mínútur. Blandið hveiti, restinni af ítalska kryddinu, hvítlaukskryddinu og piparnum saman við. Bætið mjólkinni saman við og látið malla þar til sósan þykknar. Bætið rjómaosti og restinni af parmesan ostinum saman við og hrærið þar til rjómaosturinn bráðnar. Bætið blómkáli og brokkolí saman við og hrærið vel. Hellið í eldfast mót og stráið brauðraspsblöndunni yfir. Bakið í 40 mínútur og berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“