fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Matur

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur það staðist að Svali, vinsælasti ávaxtardrykkur Íslands um margra árabil, eigi sér tvöfalt líf?

Það virðist ekki tilheyra ekki almennri vitneskju að Svali gangi undir öðru nafni utan landsteinanna.

Þetta er norski „bróðir“ Svala – hann KULI.

Þessi safaríka staðreynd hefur komið ýmsum hressum netverjum í opna skjöldu og kemur reglulega fyrir að nýr einstaklingur kemst að þessu litla leyndarmáli. Nína Ricther, blaðakona, benti meðal annars á þetta. „Veit #Kveikur af þessu?!“ spyr Nína hressilega á samskiptamiðlinum Twitter.


En Nína er ekki ein. Þessi er einnig „í sjokki.“

Svali kom fyrst á markað árið 1982, en 1995 var ákveðið að gera hann hollari. Þá var bætt í hann meiri safa og notaður sykur sem fer betur með tennur en venjulegur sykur. Í öllum Svala er 35% safi og meira en dagskammtur af C vítamíni fyrir börn. Svali inniheldur hvorki litarefni né viðbætt rotvarnarefni.

Upphaflega útlit umbúðanna var sérhannað af Birni Westergren, en pakkann prýddi mynd af Grafarlandsfossi, sem er í grennd við Herðubreiðarlindir og á framhlið hans stóð meðal annars „Icelandic Spring Water“. Þegar Sól ehf. tók við framleiðslu á Svala voru hönnuð lukkudýr, sem eru þeir Svalabræður sem flestir þekkja af fernunum.

Útflutningur hófst á Svala til Bretlands 1986, þar með var í fyrsta skipti fluttur út íslenskur drykkur. Árið 1997 hófst svo flutningurinn til Noregs, þar sem hann hlaut nafnið Kuli. Af umbúðum að marka var ekki notast við sömu fernuhönnun og á Íslandi, en á síðustu árum fóru þekktu ávaxtafígúrurnar, sem prýða drykkinn hvern, að flytja sig yfir undir nýja nafninu.

Margir þekktir skemmtikraftar hafa komið við sögu í auglýsingum á Svala hér heima og erlendis. Má þar m.a. nefna Jón Pál kraftakarl, Siggu Beinteins og Hófí fegurðardrottningu sem unnu að sölu á Svala. Þess má einnig geta að Sverrir Stormsker samdi Svalalagið stórvinsæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar þú kaupir grænmeti

Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar þú kaupir grænmeti
Matur
Fyrir 1 viku

Nýbökuð pizza á 700 krónur – Allt brjálað að gera

Nýbökuð pizza á 700 krónur – Allt brjálað að gera
Matur
Fyrir 1 viku

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna
FókusMatur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Ofureinfalt ketókex

Ofureinfalt ketókex
Matur
23.04.2020

Una í eldhúsinu: Hvítlaukskjúklingur með spínati og beikoni

Una í eldhúsinu: Hvítlaukskjúklingur með spínati og beikoni
Matur
20.04.2020

Ketóhornið: Baja fiskitacos með léttpikluðum lauk

Ketóhornið: Baja fiskitacos með léttpikluðum lauk