fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 10:00

Þetta er rosalegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex kærur hafa verið birtar fyrirtækinu Conagra Brands vegna vörumerkis þeirra, eldunarspreysins Pam. Þeir sem stefna fyrirtækinu halda því allir fram að Pam-flöskurnar hafi sprungið í loft upp og valdið miklum eldsvoða sem í kjölfarið olli alvarlegum brunasárum, blindu og afskræmingu.

Sagt er frá málinu á vef Delish en í fréttinni kemur fram að um hönnunargalla sé að ræða og tilteknar flöskur séu ekki lengur í framleiðslu.

Eitt atvikið sem kemur fram í ákærunum átti sér stað á veitingastaðnum Baja Grill í Houston í Bandaríkjunum, en það náðist á myndband eins og sést hér fyrir neðan.

Annað atvik á að hafa átt sér stað í versluninni Walmart. Kona að nafni Y’Tesia Taylor heldur því fram að hún hafi sett Pam-flösku í verslunarkerru sína og að hún hafi sprungið strax í kjölfarið. Hún segir að efri hluti líkama hennar hafi brennst alvarlega og að hún hafi verið í dái í tvær vikur.

Forsvarsmenn Conagra Brands hafa sent frá sér yfirlýsingu og segja almenning engar áhyggjur þurfa að hafa vegna málsins. Þeir segja að Pam-spreyið sé 100 prósent öruggt sé það notað á réttan hátt og að leiðbeiningar séu skýrar bæði framan og aftan á flöskunum. Þá benda þeir einnig á að flöskurnar sem deilt er um séu ekki lengur á markaðinum eins og áður segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa