fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
Matur

Fimm matvæli sem þú mátt borða fyrir svefninn – Geta hjálpað þér að grennast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 15:30

Stundum þráir maður snarl á kvöldin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast eflaust margir við að þrá snarl á kvöldin og oft erfitt að detta ekki í sykursukk og svínarí seint á kvöldin. Það er hins vegar hægt að svala þessari þörf án þess að spilla mataræðinu, en í grein The Sun er farið yfir fimm matvæli sem hægt er að borða á kvöldin – matvæli sem geta hjálpað þér að grennast.

1. Popp

Popp er í raun eitt af hollasta snarli sem fyrirfinnst – þá ekki örbylgjupopp eða popp sem er löðrandi í smjöri, heldur popp sem maður poppar sjálfur heima, án mikils magn af olíu eða smjöri. Í þrjátíu gramma skammti af slíku góðgæti eru aðeins 122 kaloríur, en popp er einnig fitulítið og trefjamikið. Því er popp afar gott fyrir meltinguna.

2. Gulrætur

Gulrætur eru stútfullar af trefjum, A-vítamíni og kalíum. Þá innihalda þær einnig efni sem heitir alfa-karótín sem vísindamenn telja að hafi góð áhrif á svefn okkar. Ein önnur ástæða fyrir því að gulrætur eru gott kvöldsnarl er sú að þær eru stökkar og minna því um margt á flögur. Einnig þarf afar fáar gulrætur til að losna við hungurverki.

3. Grísk jógúrt

Það finnst mikið af kalíumi í grískri jógúrt en það ku hafa góð áhrif á svefninn sé þess neytt rétt fyrir háttartíma. Þá er mikið prótein í jógúrtinni sem gefur góða fyllingu. Í þessu matvæli er einnig mikið af kasín próteini sem getur minnkað hungur á morgnana sé það borðað fyrir svefninn. Neytendur skulu þó passa sig að borða fitulítið og sykurskert jógúrt fyrir svefninn.

4. Kex með hummus

Heilkornakex með hummus er frábært kvöldsnarl. Það er næringarríkt og gerir svefninn betri. Hummus er búið til úr kjúklingabaunum, sem innihalda amínósýruna trýptópan, sem breytist í serótónín í líkamanum og loks melatónín. Trefjarnar og próteinið í kjúklingabaununum og kolvetnin í kexinu fylla magann fyrir háttatíma.

5. Kotasæla

Það hafa ekki allir smekk fyrir kotasælu en hún er full af próteini og getur hraðað brennslu. Það er einnig lítil fita í kotasælu. Vísindamenn í háskólanum í Flórída halda því fram að neysla þrjátíu gramma af próteins þrjátíu mínútum fyrir svefninn geti haft jákvæð áhrif á vöðvabyggingu, efnaskipti og heilsuna almennt. Þar kemur kotasæla sterk inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“
Matur
Fyrir 1 viku

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat
Matur
Fyrir 1 viku

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez
Matur
Fyrir 1 viku

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“