fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Heilhveitivöfflur með karamellueplum – Þessa uppskrift þarf að geyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 09:00

Frekar nettur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gaman að breyta til í bakstrinum, en þessar heilhveitivöfflur renna svo sannarlega ljúflega niður.

Heilhveitivöfflur með karamellueplum

Hráefni – Vöfflur:

3 bollar heilhveiti
2 tsk. sjávarsalt
4 tsk. lyftiduft
1 bolli olía
2 egg
2 bollar mjólk (+ 2 msk.)
2 msk. brætt smjör
2 tsk. vanilludropar
4 msk. sýrður rjómi

Dásamlegar.

Hráefni – Karamelluepli:

2 epli (skorin í sneiðar)
1 msk. smjör
2 msk. púðursykur
1 tsk. rjómi
1 tsk. vanilludropar

Hráefni – Sætur rjómaostur:

1 bolli mjúkur rjómaostur
8 msk. hlynsíróp
2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Byrjum á vöfflunum. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið olíu, eggjum, mjólk, smjöri, vanilludropum og sýrðum rjóma vel saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við og passið að hræra ekki of vel saman, bara rétt þangað til allt er búið að blandast. Skellið í vöfflujárnið og búið til karamellueplin á meðan vöfflurnar bakast.

Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu yfir meðalhita. Þegar blandan byrjar að sjóða hellið þið rjómanum saman við og slökkvið á hellunni. Síðan blandið þið vanilludropunum saman við og loks er eplunum velt upp úr blöndunni. Leyfið þessu að malla á heitri hellunni (ekki kveikja samt aftur á henni) á meðan þið gerið vöfflurnar, eða þar til eplin eru orðin mjúk viðkomu.

Til að búa til sæta rjómaostinn er öllum hráefnum blandað vel saman og borið fram með vöfflunum og eplunum.

Ekki flókið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“