fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 17:00

Greyið Kate.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Kate Lawler, fyrrverandi Big Brother-stjarna, skemmti fylgjendum sínum á Instagram í gær eftir að NutriBullet-blandarinn hennar sprakk.

Ekki skemmtilegur þynnkumorgunn.

Kate, sem starfar nú sem útvarpskona, játaði í sögu sinni á Instagram að vera þunn, en aðdáendur áttu vart til orð yfir útganginum á henni. Hún var nefnilega útbíuð í dökkum safa sem minnti um margt á blóð.

Forsaga málsins er sú að Kate ætlaði að blanda sér hollan drykk en gleymdi skeið í blandaranum með þeim afleiðingum að hann sprakk.

„Þetta er einn af þessum dögum sem ég vildi að ég hefði farið á McDonald‘s og fengið mér Egg McMuffin eða steiktar kartöflur. Ekki búa til safa! Það er hættulegt,“ sagði Kate í sögu sinni á Instagram.

Þetta er rosalegt.

„Þetta er ekki það sem ég þarf í þynnkunni. Ég skildi óvart eftir skeið í NutriBullet-blandaranum. Aldrei gera það því hún brýst í gegnum glerið og eldhúsið lítur út eins og einhver hafi verið myrtur þar.“

Erfitt líf.

Kate kallaði málið „juicegate“ og sýndi fylgjendum sínum eldhúsið sitt, en safinn náði að þekja hvern krók og kima, allt frá borðplötu til lofts.

„Af hverju geri ég þetta? Það er hættulegt að borða hollt. Ég held að ég sé með glerbrot í auganu mínu. Fjandinn hafi það.“

 

View this post on Instagram

 

Fuck juicing. Go to McDonalds.

A post shared by ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? (@thekatelawler) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“