fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Öðruvísi konfekt um jólin – Sjáið uppskriftirnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 8. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir nýta aðventuna til að koma saman og búa til konfekt. Vissulega er gott og gilt að halda í hefðir og gera sama konfektið ár eftir ár, en stundum er líka dásamlegt að breyta til. Hér eru þrjár konfektuppskriftir sem gætu kitlað nýjungagirnina í lesendum.

Alls konar litir Heimagert hlaup er dásamlegt. Mynd: Sunna Gautadóttir

Hlaup

Hráefni:

37 g matarlímsplötur
1 bolli kalt vatn
1 1/2 bolli sjóðandi vatn
4 bollar sykur
1/2 tsk. bragðefni (sítrónudropar eru til dæmis dásamlegir)
matarlitur
1 bolli flórsykur

Aðferð:

Takið til form sem þið ætlið að nota. Ég geri yfirleitt eina uppskrift í stórt, ílangt form sem er um 33 sentimetra langt. Ef þið viljið nota nokkur minni form fyrir mismunandi bragð, þá mæli ég með því að þið hafið aðstoðarhlaupara þar sem maður þarf að hafa hraðar hendur þegar blandan er tilbúin. Svo er auðvitað líka hægt að nota konfektform. Úðið bökunarspreyi í formið/n. Takið til vel stóran pott og leggið matarlímsblöðin í hann. Gott er að brjóta þau upp. Hellið kalda vatninu yfir matarlímið og leyfið þessu að liggja í fimm mínútur. Á meðan sjóðið þið vatnið og hellið því síðan yfir matarlímið. Hrærið vel þar til matarlímið er uppleyst. Blandið sykrinum saman við og hrærið vel.

Setjið pottinn á hellu yfir meðalháan hita. Hrærið stanslaust og náið upp suðu. Lækkið þá hitann eilítið og leyfið þessu að malla í 25 mínútur á meðan þið hrærið stanslaust. Takið pottinn af hellunni og blandið bragðefni og matarlit saman við. Munið hraðar hendur! Hellið blöndunni í formið/n og kælið í ísskáp í 8 klukkutíma. Varðandi bragðefni þá hef ég keypt fullt af alls konar tegundum í búðinni Allt í köku. Mæli með þeim. Takið hlaupið úr forminu og skerið í litla bita. Veltið þeim upp úr flórsykri og raðið á smjörpappír. Setjið síðan aftur inn í ísskáp yfir nótt og þá er hlaupið tilbúið. Reynið að standast þetta!

Gott í kroppinn Daim er klassískt konfekt. Mynd: Sunna Gautadóttir

Dásamlegt Daim

Hráefni:

100 g smjör
1 bolli sykur
2 msk. síróp
3/4 bolli saxaðar möndlur
200 g mjólkursúkkulaði

Aðferð:

Takið til kassalaga form sem er um 20×20 sentimetra stórt. Úðið það með bökunarspreyi og klæðið með smjörpappír. Setjið smjör, sykur og síróp í pott yfir meðalháum hita þar til allt er bráðnað saman. Hrærið af og til í blöndunni svo hún brenni ekki við. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Leyfið þessu að sjóða í fimm mínútur og hrærið stanslaust svo blandan brenni ekki við. Við viljum að sykurinn leysist upp og að liturinn verði dökkbrúnn. Bætið möndlunum út í og latið malla í um mínútu í viðbót. Takið pottinn af hellunni og dreifið í formið. Sléttið úr blöndunni með sleikju og látið kólna í að minnsta kosti klukkustund. Bræðið súkkulaðið og dreifið yfir stökka karamelluna. Brjótið í mola þegar súkkulaðið hefur harðnað. Og borðið!

Dúnmjúkar Þessar karamellur klikka ekki. Mynd: Sunna Gautadóttir

Dumle-karamellur

Hráefni:

1 dós sæt dósamjólk (condensed milk)
120 g smjör
30 g hunang
150 g sykur
1 tsk. sjávarsalt
250 g mjólkursúkkulaði

Aðferð:

Takið til form, um 15×15 sentimetra stórt og klæðið það með bökunarpappír. Setjið mjólk, smjör, hunang, sykur og salt í pott og bræðið saman yfir lágum hita. Hrærið stanslaust. Hækkið hitann lítið eitt þegar þið sjáið að sykurinn hefur leyst upp og haldið áfram að hræra í um 10–15 mínútur, eða þar til blandan er farin að líkjast karamellu á litinn. Takið pottinn af hellunni og hellið karamellunni í formið. Leyfið blöndunni að kólna við stofuhita í um hálftíma og síðan inni í ísskáp í 4 til 5 klukkutíma. Bræðið mjólkursúkkulaðið yfir vatnsbaði eða með 30 sekúndna millibili í örbylgjuofni. Skerið karamelluna í passlega bita og þekið bitana með súkkulaði. Þessar karamellur eru aðeins of gómsætar og alveg eins, jafnvel betri, og ekta Dumle-karamellur. Þær geymast bara í 3 til 4 daga í ísskáp en trúið mér – þær hverfa á örskotstundu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa