fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Matur

10 matvæli sem láta þig prumpa

DV Matur
Fimmtudaginn 12. desember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem við viðurkennum það eða ekki, þá prumpum við öll. Mismikið vissulega og hefur mataræðið okkar mikil áhrif á það.

Allir hafa loft (gas) í meltingarveginum og losna við það með því að ropa eða prumpa. Við losum okkur við gas að meðaltali 14 sinnum á dag.

En finnst þér þú prumpa meira en eðlilegt þykir? Hér eru tíu matvæli sem láta þig prumpa sem Healthline tók saman. Hafðu það í huga að allir líkamar bregðast misjafnlega við mat.

Myndaniðurstaða fyrir fart food

1. Baunir

Þegar þú hugsar um matvæli sem lætur þig prumpa eru baunir örugglega efstar á listanum. Í baunum er mikið af þrísykrunni raffínósa, sem líkaminn á oft erfitt með að melta. Ef þú ert að elda baunirnar þá er gott að láta þær liggja í bleyti yfir nótt til að minnka áhrif þeirra á vindganginn. Ef þú ert að byrja á því að borða baunir, ekki byrja á stórum skammt. Byrjaði að borða lítinn skammt í einu og leyfðu líkama þínum að venjast baununum.

2. Mjólkurvörur.

Laktósi (mjólkursykur) er sykur sem finnst í mjólk og flestum mjólkurvörum, eins og osti og rjómaís. Fólk sem framleiðir ekki nógu mikið af laktósaensími á erfitt með að melta laktósa, sem þekkist þá sem laktósaóþol, eða mjólkursykuróþol. Aukinn vindgangur er eitt af einkennum laktósaóþols. Skiptu út mjólkurvörum fyrir t.d. möndlumjólk, sojajógúrt eða vegan ost.

3. Heilkorn

Heilkorn eins og hveiti og hafrar innihalda trefjar, raffínósa (e. raffinose) og mjölva. Baktería brýtur niður þetta allt í meltingarveginum okkar, sem leiðir til vindgangs. Áhugaverð staðreynd, hrísgrjón er eina kornið sem lætur okkur ekki prumpa.

Myndaniðurstaða fyrir fart food

4. Grænmeti

Ákveðin grænmeti eins og brokkolí, rósakál, kál, aspas og blómkál eru þekkt fyrir að orsaka aukavindgang. Eins og baunir, þá innihalda þessar grænmetistegundir einnig raffínósa, sem er flókin þrísykra. Hins vegar er þetta mjög holl fæða, þannig talaðu fyrst við lækni áður en þú tekur þetta grænmeti úr matarræðinu.

5. Gos

Við kyngjum lofti, sem við síðan losum okkur við, og með því að drekka gos og aðra kolsýrða drykki erum við að bæta verulega við þetta loft sem við kyngjum. Skiptu út gosi fyrir safa, te eða vatn.

6. Ávextir

Ávextir eins og epli, ferskjur, perur og sveskjur innihalda náttúrulegan sykur, sorbitol, sem líkaminn getur átt erfitt með að melta.

7. Brjóstsykur

Eins og með gos, þá gleypirðu meira af lofti þegar þú sýgur brjóstsykur. Mikið af nammi inniheldur einnig sorbitol. Þetta tvennt getur saman aukið vindgang.

Myndaniðurstaða fyrir onion

8. Laukur

Laukir inniheldur náttúrlega sykurinn frúktósa/ávaxtasykur. Eins og með raffínósa og sorbitol, þá getur frúktósi aukið vindgang þegar hann er brotinn niður í meltingarveginum.

9. Tyggja tyggjó

Sama saga og með gos og brjóstsykur. Þegar þú tyggir tyggjó þá gleypirðu meira loft.

10. Unnin matvæli

Unnin matvæli og vörur í umbúðum, eins og brauð, snakk, morgunkorn og salat dressingar, eru með fjölbreytt innihaldsefni, þar á meðal frúktósa og laktósa. Þessi blanda getur orsakað aukinn vindgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Stafræn súkkulaðiveisla – Sala á súkkulaði hefur hrunið vegna kórónuveirunnar

Stafræn súkkulaðiveisla – Sala á súkkulaði hefur hrunið vegna kórónuveirunnar
Matur
Fyrir 2 vikum

Svona býrðu til kaffirjómann sem er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum – Aðeins þrjú hráefni

Svona býrðu til kaffirjómann sem er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum – Aðeins þrjú hráefni
Matur
Fyrir 3 vikum

Hetjan í búrinu – Þetta verður þú að eiga í sóttkví

Hetjan í búrinu – Þetta verður þú að eiga í sóttkví
Matur
Fyrir 4 vikum

Kanilsnúða eplabaka sem kætir bragðlaukana

Kanilsnúða eplabaka sem kætir bragðlaukana