fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Matur

Hvernig þú borðar Skittles segir ýmislegt um persónuleikann þinn

DV Matur
Föstudaginn 8. nóvember 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skittles er meðal vinsælasta sælgætis í heiminum en um er að ræða pillur í ýmsum litum sem allar hafa sitt sérstaka bragð. Forsvarsmenn Skittles ákváðu nýverið að setja af stað könnun á því hvaða litur af Skittles væri í uppáhaldi hjá Bandaríkjamönnum og einnig um Skittles-venjur neytenda. Í niðurstöðum, sem aðgengilegar eru á vef Skittles, kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Þriðjungur Bandaríkjamanna segja að rauða Skittles sé í uppáhaldi. Það er hins vegar gula Skittles-ið sem kemur verst út í könnuninni. Aðeins sex prósent Bandaríkjamanna segja að það sé í uppáhaldi hjá sér.

Það er vandlifað í Skittles-heimi.

Í könnuninni kemur einnig fram að 72 prósent neytenda segjast borða ýmsa liti saman þegar þeir fá sér væna lúku af Skittles. 28 prósent aðspurðra borða aðeins eitt Skittles í einu. Þeir sem elska rautt Skittles, samkvæmt könnuninni, segjast frekar vera rómantískir og eru meiri líkur á að þeir séu í sambandi, frekar en þeir sem halda upp á aðra litli af Skittles. Þá eru þeir sem halda mest upp á appelsínugult Skittles líklegri til að svara smáskilaboðum frá vinum strax. Einnig kemur fram að þeir sem elska fjólublátt Skittles eru meiri einfarar en þeir sem elska hina litina.

Í niðurstöðunum kemur fram að einn af hverjum fimm rúlli Skittles í lófa sínum, líkt og teningum, áður en þeir borða sælgætið. Þeir sem geta látið stóran poka af Skittles endast í marga daga eru líklegri til að búa um rúmið á morgnana. Þeir eru einnig líklegri til að vera með fjármál heimilisins í lagi og skilgreina sig sem sparsama. Þeir sem borða Skittles eitt í einu eru líklegri til að yfirgefa teiti án þess að kveðja en þeir sem borða mörg Skittles í einu. Þeir sem borða eitt í einu eru smámunasamir og líklegri til hámgláps á sjónvarpsþáttum.

Hægt er að lesa frekar um niðurstöðurnar á heimasíðu Skittles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar