fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Starfsmaður McDonalds gerði þetta á hverjum degi án þess að viðskiptavinir vissu það – Kallaður hetja

DV Matur
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður McDonalds hefur verið kallaður hetja og „Hrói Höttur kjúklinganagga“ eftir að hafa sagt frá hvað hann gerði á hverjum degi þegar hann vann hjá skyndibitakeðjunni.

Cody vann á McDonalds Í Kanada og segir að hann hafi laumað auka kjúklinganagga í öll kjúklinganaggabox sem hann útbjó. Í venjulegu boxi eru tíu naggar, en ef Cody setti í boxin, þá voru ellefu naggar.

Hann segir frá þessu á Twitter. „Ég vann á McDonalds í tvö og hálft ár og setti 11 nagga í hvert tíu stykkja box sem ég gerði.“

Síðan þá hafa yfir 900 þúsund manns líkað við tístið. Netverjar kalla hann hetju og spurði einn hvort einhver hafði einhvern tíma þakkað honum fyrir auka naggann.

„Það var mestmegnis pantað í gegnum lúgu þar sem ég vann, þannig ekki svo ég man. En mér finnst gaman að hugsa til þess að þegar fólk fór heim og sá auka naggann þá brosti það aðeins.“

Yndislegt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“