fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Matur

Ævar kjötæta og Guðrún grænkeri ræða málin – Ekki smeykur við að fá krabbamein

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:00

Guðrún Ósk Maríasdóttir og Ævar Austfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk Maríasdóttir, vegan íþróttakona og næringar- og matvælafræðingur, og Ævar Austfjörð, kjötæta komu í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu málin.

Guðrún Ósk borðar engar dýraafurðir, en Ævar borðar einungis dýraafurðir. Að eigin sögn borðar hann í 90 prósent tilvika nauta- og lambakjöt.

Aðspurður af hverju hann borðar ekkert grænmeti segir Ævar: „Það bara gerir ekkert fyrir mig. Það er eiginlega bara þess vegna.“

Ævar segir einnig að honum þyki grænmeti ekki gott og það hafi kannski farið þrjár kartöflur ofan í hann á þessum tveimur árum.

Betri heilsa

Bæði Guðrún og Ævar segjast vera heilsubetri og líða almennt betur á sínum mjög ólíku mataræðum. Guðrún bendir á að það jákvæða við hans mataræði er að það fylgir því enginn sykur, engin bakkelsi og sætindi. „Þannig að það er klárlega gott, og fleiri sem ættu að taka það inn í sitt mataræði,“ segir Guðrún og bætir við að hún sjálf sé nánast sykurlaus.

„Eftir 2-3 vikur að vera sykurlaus þá hverfur löngunin og maður fer að finna bragð öðruvísi. Bragðlaukarnir okkar aðlaga sig að því sem við erum að borða.“

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli krabbameins og neyslu rauðs kjöts. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins stendur meðal annars: „Takmörkum neyslu á rauðu kjöti og salti. Forðumst unnar kjötvörur.“

Aðspurður hvort hann sé ekkert smeykur við það segir Ævar:

„Nei ég er ekkert smeykur við það. Rannsóknir sem staðhæfa að kjöt valdi krabbameini, þær eru flestar allavega þess eðlis að þær hafa ekki bolmagn, þær eru ekki metnar nógu sterkar til að geta staðhæft eitthvað […] Þetta eru meira vísbendingar, vissulega sem ætti að rannsaka betur.“

Hefðbundinn dagur

Guðrún Ósk og Ævar eru beðin um að lýsa því hvað þau borða á venjulegum degi.

„Um tíu leytið fæ ég mér yfirleitt chiagraut með sojamjólk, hempfræjum, graskersfræjum og túrmerik sem er mjög bólgueyðandi. Í hádeginu fæ ég mér oft salat með sætri kartöflu, kínóa, einhverjum próteingjafa hvort sem það eru baunir, sojakjöt eða tófú. Millimál er oft einhver ávöxtur og svo á kvöldin erum við oft með einhverskonar salatskálar eða vefjur,“ segir Guðrún Ósk.

„Ég borða þegar ég er svangur frá hálfu kílói upp í eitt og hálft kíló af kjöti í senn. Stundum er það einu sinni á dag, stundum tvisvar. Oftast tvisvar, en í gær borðaði ég einu sinni,“ segir Ævar.

Hlustaðu á viðtalið við þau hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum