Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur dustað rykið af svuntunni og bakar á ný. Í þetta sinn er það kaka innblásin af teiknimyndinni The Secret Life of Pets.
Bjarni deilir mynd af kökunni á Instagram.
https://www.instagram.com/p/B3R5TVcAMwk/?utm_source=ig_embed&fbclid=IwAR2JknbQnImskKTKM_PR_ERutJ0spT_vYmZMQGYVZjsLxn3pibm52HeVvX0
Bjarni hefur verið iðinn við að gera kökur fyrir krakka með tilheyrandi fígúrum og smáatriðum. Hann hefur til að mynda gert glæsilega hundaköku fyrir afmæli dóttur sinnar.
Sykurmassa sérfræðingurinn Sóley Guðbjörnsdóttir gaf Bjarna ýmis ráð hvernig hann gæti fullkomnað kökuskreytingartækni sína enn frekar. Hugsanlega hefur Bjarni farið eftir ráðum hennar ef marka má nýjustu köku hans.