fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Þrjár ódýrustu fiskbúðirnar eru í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár ódýrustu fiskibúðirnar eru í Hafnafirði samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið, í 15 tilvikum af 30 en Fylgifiskar Borgartúni var oftast með hæsta verðið eða í 8 tilvikum. Oftast var mjög mikill munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Á 10 af þeim 30 vörum sem kannaðar voru reyndist  40-60% munur á hæsta og lægsta verði og í 15 tilfellum var yfir 60% verðmunur. Mesti verðmunurinn var á laxi í sneiðum, 135% eða 2.238 kr. munur á kílóinu.

Fjórar verslanir neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins um þátttöku í könnuninni. Þetta voru Fiskbúðin Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Melabúðin og Fiskbúðin Vegamót.

Í tilkynningu ASÍ kemur fram að algengast hafi verið að munur á hæsta og lægsta verði væri yfir 60% en í 15 tilfellum af 30 var munurinn yfir 60%, þar af í 5 tilfellum yfir 80%. Í 10 tilfellum var munurinn á hæsta og lægsta verði 40-60% en einungis í 5 tiflellum undir 40%. Mestur verðmunur var á laxi í sneiðum en hæsta verðið var 135% hærra en það lægsta. Hæsta verðið var í Fylgifiskum, 3.900 kr. en það lægsta í Fjarðarkaupum, 1.662 kr. kg.

Næst mestur var munurinn á kílóverðinu af frosnum fiskibollum, 124% sem voru dýrastar í Gallerý Fisk, 1990 kr. en ódýrastar í Fisk Kompaní á Akureyri, 890 kr. kg. Einnig var mikill verðmunur á ýsuhakki sem var dýrast  í Hafinu, 1.990 kr. en ódýrast í Litlu Fiskbúðinni Hafnafirði, 990 kr. kg. og munar því 1.000 kr. á kílóverðinu eða  110%.

Hér má sjá frétt ASÍ í heild sinni.

Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 19 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 9. október 2019. Kannað var verð á 30 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum Sogavegi, Litlu fiskbúðinni Helluhrauni, Hafinu fiskverslun í Hæðarsmára, Fiskbúð Hólmgeirs, Gallerý fiski Nethyl, Fiskbúð Sjárvarfangs Ísafirði, Fiskbúðinni Mos, Fisk kompaní Akureyri, fiskborðinu í Hagkaupum Kringlunni, Fiskborðinu Fjarðarkaupum, Fiskverslun Hveragerðis, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fylgifiskum Borgartúni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar