fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Var að skipuleggja brúðkaup og lést eftir að hafa smakkað nýjan mat: „Hann öskraði svo ég hljóp upp til hans“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsskipuleggjandi að nafni Darren Hickey lést einungis 12 tímum eftir að hafa verið að smakka mat fyrir brúðkaup sem hann var að plana. Það er METRO sem greinir frá þessu.

Darren hafði fengið fiskiköku en hann var þó ekki með ofnæmi fyrir fisk né kökum. Þessi fiskikaka var einfaldlega of heit. 

Eftir að hann smakkaði þessa sjóðheitu fiskiköku byrjaði barkakýlið hans að þrútna. Það hélt áfram að þenjast út þangað til hann gat ekki lengur andað eða kyngt vegna sársaukans og bólgunnar.  Darren gerði sér fljótlega grein fyrir því að það væri eitthvað að og fór á spítala. Hann var hins vegar sendur heim frá spítalanum með ekkert nema paracetamól. 

Hann fór heim til sín og fékk sér paracetamól og lagðist niður til að hvíla sig. Bólgan hélt hins vegar áfram að versna en kærasti mannsins, Neil Parkinson kom að honum þar sem hann var að kafna í rúminu sínu.

„Hann öskraði svo ég hljóp upp til hans. Hann var að kafna svo ég reyndi að hjálpa honum en síðan varð hann meðvitundarlaus og rann niður á gólfið.“

Darren var fluttur aftur á spítala en það náðist ekki að bjarga honum í tæka tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum