Darren hafði fengið fiskiköku en hann var þó ekki með ofnæmi fyrir fisk né kökum. Þessi fiskikaka var einfaldlega of heit.
Eftir að hann smakkaði þessa sjóðheitu fiskiköku byrjaði barkakýlið hans að þrútna. Það hélt áfram að þenjast út þangað til hann gat ekki lengur andað eða kyngt vegna sársaukans og bólgunnar. Darren gerði sér fljótlega grein fyrir því að það væri eitthvað að og fór á spítala. Hann var hins vegar sendur heim frá spítalanum með ekkert nema paracetamól.
Hann fór heim til sín og fékk sér paracetamól og lagðist niður til að hvíla sig. Bólgan hélt hins vegar áfram að versna en kærasti mannsins, Neil Parkinson kom að honum þar sem hann var að kafna í rúminu sínu.
„Hann öskraði svo ég hljóp upp til hans. Hann var að kafna svo ég reyndi að hjálpa honum en síðan varð hann meðvitundarlaus og rann niður á gólfið.“
Darren var fluttur aftur á spítala en það náðist ekki að bjarga honum í tæka tíð.