fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Matur

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 12:00

Nýja Kate umkringd gömlum útgáfum af sér sjálfri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Kate Moss fagnaði 45 ára afmæli sínu í vikunni á Dorchester-hótelinu í London. Kate var þekkt um árabil sem mikil gleðskapskona og birti breska pressan margoft myndir af henni blindfullri á götum Lundúnaborgar.

Í annarlegu ástandi.
Erfitt kvöld.

Kate var alræmd fyrir drykkju sína. Í raun drakk hún svo mikið áfengi að hún gekk undir viðurnefninu Tankurinn þar sem hún gat drukkið freyðivín á morgnana, vín og vodka með hádegismatnum og skellt sér síðan á galeiðuna um kvöldið.

Nú er hins vegar öldin önnur þar sem Kate hætti að drekka áfengi fyrir rúmlega ári síðan og breytti um lífsstíl til að vera sem heilbrigðust. Í dag drekkur Kate óáfenga kokteila, fer á safakúra og mætir reglulega í heilsurækt.

Kate hefur verið edrú í rúmt ár.

Það sést greinilega á afmælismyndum Kate og hefur hún sjaldan litið betur út. Meðal gesta í teitinu var kærasti fyrirsætunnar, Nikolai von Bismarck, leikkonan Liv Tyler, Edward Enninful, ritstjóri Vogue og fatahönnuðurinn Stella McCartney. Sú síðastnefnda deildi skemmtilegri mynd af sér og Kate, en þær hafa verið vinkonur um árabil.

https://www.instagram.com/p/BsrGxPzhvjp/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar