fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni

DV Matur
Miðvikudaginn 25. september 2019 16:30

Sláandi lík matvæli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefnd sextug kona lenti í óheppilegu matartengdu atviki í brúðkaupi ef marka má skýrslu í British Medical Journal. Konan fékk sér stóran bita af sterka maukinu wasabi, sem hún hélt að væri avókadó. Eftir að hún gæddi sér á matnum fékk hún verk fyrir brjóstið, en ákvað hins vegar að halda áfram að skemmta sér í brúðkaupinu þar sem verkurinn dvínaði eftir því sem leið á kvöldið.

Daginn eftir upplifði konan hins vegar alls kyns óþægindi. Henni fannst hún veikluleg og leið almennt mjög illa, sem varð til þess að hún leitaði sér læknishjálpar.

Þegar til læknis var komið fékk hún að heyra að hún væri með svokallað Takotsubo Cardiomyopathy-heilkenni, sem oft er kallað „brostið hjarta“-heilkenni. Skyndilegt tilfinningarlegt eða líkamlegt álag getur valdið heilkenninu og virðist svo að þetta óvænta álag að innbyrða óvenjumikið magn af wasabi hafi haft þessi áhrif á konuna.

Hún hugsar sig líklega tvisvar um áður en hún teygir sig í eitthvað grænt á veisluborði í framtíðinni. Það er greinilega ekki alltaf vænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum