fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Matur

Yfirlýstur anti-vegan borðar hráan kjúkling sem er búinn að rotna í 1,5 ár – Alls ekki fyrir viðkvæma

DV Matur
Miðvikudaginn 11. september 2019 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-arinn Sv3rige er yfirlýstur anti-vegan. Hann hefur áður vakið athygli fyrir vægast sagt stórfurðuleg og ógeðsleg mótmæli sín við veganisma. Í mars síðastliðinn fór hann á vegan markað í London og borðaði dauðan loðinn íkorna. Helgina fyrir það borðaði hann hrátt svínshöfuð á vegan hátíð.

Það má því segja að Sv3rige sé á móti grænkerum og mjög hrifinn af kjöti. Svo hrifinn af kjöti að hann borðar það hrátt, þó svo að það sé hrár kjúklingur. Og þó svo að kjúklingurinn hefur rotnað í krukku síðastliðin eitt og hálft ár.

„Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta myndband er að það er stór misskilningur um kjúkling. Fólk heldur að þú getur borðað sumt kjöt hrátt en kjúkling? Aldrei. Af hverju, þetta er bara fugl eins og aðrir fuglar, það er ekkert sérstakt við hann,“ segir hann í myndbandinu.

Við viljum benda á að það getur verið mjög hættulegt að borða hráan kjúkling, þú getur til að mynda fengið salmonellu eða kampýlóbakter sýkingu. Ekki borða hráan kjúkling.

Þetta myndband er alls ekki fyrir viðkvæma. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“