fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku!

Klístraðir kanilsnúðar

12 g (1 poki) þurrger
1 dl mjólk
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 egg
100 g smjör, mjúkt
300 g hveiti

Fylling

150 g smör, mjúkt
150 g púðusykur
1 1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat

  1. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum.
  2. Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það hefur blandast vel saman bætið því saman við hin hráefnin.  Hnoðið vel. Látið hefast í 1- 1 1/2 klst við stofuhita eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Blandið smjöri, sykri, kanil og múskat saman.
  4. Fletjið deigið í ferning (ca. 20 x 40 cm). Stráið fyllingunni yfir og rúllið upp. Skerið í um 12 stk og setjið í form með smá bil á milli snúðanna. Látið hefast í aðrar 30 mínútur og bakið síðan í 175°c heitum ofni í um 20 mínútur. Fylgist vel með að sykurinn brenni ekki. Berið t.d. fram með hlynsýrópi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar