YouTube stjarnan Stephanie Buttermore borðaði 5000 kaloríur á dag í heilan mánuð. Hún segir ástæðuna á bakvið það vera heilsutengda og til að bæta lífsgæði sín. Hún segist einnig vona að þetta hjálpi henni að vinna gegn „gífurlegu hungri,“ (e. extreme hunger) sem hún finnur fyrir á hverjum degi.
Stephanie segir í myndbandinu að hún hafi fundið fyrir alls konar aukaverkunum þess að borða svona margar kaloríur á dag. „Ég var svo sveitt og mér var alltaf heitt, andlitið mitt var alltaf mjög þrútið og bólgið á morgnanna,“ segir Stephanie. En með tímanum hætti andlit hennar að vera svona þrútið á morgnanna.
Stephanie þyngdist hratt á meðan þessu stóð og segist vona að líkami hennar muni finna sína „venjulegu“ þyngd (e. set point).
Sjáðu hvað gerðist á meðan þessari tilraun stóð í myndbandinu hér að neðan.