fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Hamborgarasprengja skiptir fólki í fylkingar: „Hjartaáfall á staðnum“ – „Kynþokkafyllsti borgari í heimi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. apríl 2019 18:25

Svakalegur hamborgari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn Ian hjá veitingastaðnum Greenhorns í Perth í Ástralíu hefur skapað hamborgara sem orð fá nánast ekki lýst. Við erum að tala um ostborgara sem er þakinn þykku lagi af brauðraspi og gúmmulaði og síðan djúpsteiktur – sannkölluð hamborgarasprengja.

Myndband af gerð borgarans má sjá á Instagram-síðu Cheatmeats og skiptist fólk klárlega í fylkingar um borgarann. Búið er að horfa á myndbandið tæplega 33 þúsund sinnum, en einn notandi lýsir borgaranum sem „hjartaáfalli á staðnum“.

„Ég veit ekki hvernig hann er hjúpaður en ég fæ samt vatn í munninn,“ skrifar annar Instagrammari og enn annar bætir við: „Þetta er kynþokkafyllsti borgari sem ég hef séð.“

Hins vegar eru einhverjir sem skilja ekkert í því af hverju einhver myndi búa til svona borgara og aðrir sem fá áfall yfir þessari kaloríubombu.

Dæmi hver fyrir sig. Hér fyrir neðan er myndbandið. Er þetta of mikið af því góða?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar