fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Matur

Vöfflur eins og þú hefur aldrei smakkað þær áður – Epísk uppskrift

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 13:30

Æðislegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt meira kósí um helgar en að fá sér ylvolga vöfflu með öllu sem henni fylgir. Þessar vöfflur eru hins vegar engar venjulegar vöfflur, því þær eru í raun ostastangir í vöffluformi. Algjörlega epískur réttur.

Ostastanga vöfflur

Hráefni:

1 bolli hveiti
2 stór egg, þeytt
2 msk. mjólk (eða vatn)
1 bolli ítölsk brauðmylsna (eða brauðmylsna krydduð eftir þínu höfði)
salt
16 ostastangir (hægt að kaupa tilbúnar eða skera oststykki í stangir)
parmesan ostur, rifinn (til að skreyta með)
fersk steinselja (til að skreyta með)
marinara sósa (til að dýfa í)

Hve girnilegt?!

Aðferð:

Hitið vöfflujárnið upp að miðlungshita og spreyið það með smá bakstursspreyi. Setjið hveiti í grunna skál. Blandið eggjum og mjólk saman í annarri grunnri skál. Í þriðju skálina fer brauðmylsna og salt. Veltið ostastöngunum upp úr hveiti, síðan dýfið þið þeim í eggjablönduna og veltið upp úr brauðmylsnu. Endurtakið þar til allur osturinn er tilbúinn. Raðið ostastöngunum í vöfflujárnið og bakið í 4 mínútur. Fjarlægið „vöfflurnar“ varlega úr járninu með töngum eða spaða og skerið í ílanga bita. Skreytið með parmesan og steinselju og berið fram með sósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun