fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Matur

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og matgæðingurinn Tobba Marinósdóttir leggur mikið upp úr hollustu í matseld og hefur meðal annars gefið út uppskriftabókina Náttúrulega sætt, þar sem heilsusamlegir réttir eru í aðalhlutverki.

Tobba deilir magnaðri uppgötvun sem hún gerði á Facebook er varðar mysing, vinsælt álegg meðal margra Íslendinga, þá sér í lagi barna.

„Mysingur er ekki mikið skárri en Nutella. 47 gr af sykri í 100 gr vs 57 gr sykur í Nutella,“ skrifar Tobba og bætir við:

„Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Skjáskotið sem Tobba deildi máli sínu til rökstuðnings.

Tobba fylgist greinilega vel með hvað hún setur ofan í sig því fyrir nokkru deildi hún því á Facebook að aðeins 25 heslihnetur væru í 400 grömmum af Nutella súkkulaðismjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna