Fyrrverandi klámmyndastjarnan Jenna Jameson hefur borðað eftir ketó-mataræðinu í rúmlega ár og náð að létta sig um tæp fjörutíu kíló. Hún ákvað hins vegar á dögunum að taka smá pásu frá kúrnum, svona rétt á meðan hún skrapp til Mexíkó í frí.
„Ég þarf klárlega að byrja aftur á ketó fyrst ég er komin aftur úr fríi,“ skrifar Jenna á Instagram og bætir við að skaðinn sé þó ekkert sérstaklega mikill.
„Ég þyngdist bara um eitt kíló. Ég hef engar áhyggjur!“
https://www.instagram.com/p/BuzIy2fBGOy/?utm_source=ig_embed
Jenna útbjó skothelt plan um hvernig hún ætlaði að komast aftur í ástandið ketósis, þar sem líkaminn brennur fitu hratt og örugglega. Og viti menn, það virkaði.
„Besta leiðin til að komast aftur í ketósis er að fasta,“ skrifar hún. „Ég kláraði átján klukkustunda föstu og datt strax í ketósis aftur. Innan tveggja daga var ég komin aftur í þá þyngd sem ég var í þegar ég fór í frí,“ bætir hún við.
Jenna kannast vel við föstur þar sem hún fastar vanalega frá sex á kvöldin til ellefu næsta dag.