fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Matgæðingur á Íslandi leitar að svari við mikilvægri spurningu: „Herra Hnetusmjör rollunnar?“ – Veist þú svarið?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 09:00

Herra Hnetusmjör og sviðin áður en þau voru étin. Myndir: Úr safni / Levente Gergö

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn Levente Gergö birti afar athyglisverða mynd í Facebook-hópnum Matartips fyrir stuttu, en myndin hefur gert marga meðlimi hópsins orðlausa.

Levente gaf matarvefnum leyfi til að birta myndina, en hún er af étnum sviðakjamma. Það sem er athyglisvert við myndina er að tennur rollunnar virðast vera gular, jafnvel gylltar.

„Var búinn með þennan og hugsaði um hvers vegna tennurnar væru gular?“ spyr Levente inn í hópnum. Meðlimir matarhópsins fara í kjölfarið í hálfgerða brandarakeppni.

Merkileg mynd. Mynd: Levente Gergö.

„Þetta var gangster kind,“ skrifar einn og tveir aðrir tengja sviðakjammann við ástsæla rapparann Herra Hnetusmjör.

„Herra Hnetusmjör rollunnar?“ og „Herra Hnetukind.“

Einhverjir telja að hægt sé að rekja lit tannanna til þess að þær séu vegan, á meðan aðrir grínast með tannlæknaþjónustu kinda.

„Þessi rolla hefur greinilega ekki verið dugleg að bursta tennurnar sínar,“ skrifar einn meðlimur og annar bætir við: „Því að rollurnar telja tannlæknakostnað vera algört okur.“ Þá heldur annar áfram með brandarann: „Ríkið neitar að borga niður tannlæknakostnað kinda.“

Í samtali við matarvefinn segir Levente að enginn hafi náð að giska á rétt svar við spurningu sinni og því spyrjum við lesendur DV: Vitið þið af hverju tennur rollurnar eru svona á litinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“