fbpx
Sunnudagur 23.júní 2024
Matur

Allt sem þú þarft að vita um föstur: Þær geta verið hættulegar og streituvaldandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 17:00

Föstur henta ekki öllum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímabundnar föstur eru í tísku um þessar mundir, en þær felast í því að borða ekkert í marga klukkutíma á sólhringnum, til dæmis frá átta á kvöldin til hádegis næsta dag. Flestir fasta í fjórtán til sextán tíma á dag en einhverjir fasta í allt að tuttugu klukkustundir á sólarhring.

Rannsóknir hafa sýnt að tímabundnar föstur geta hjálpað fólki að grennast en einnig hjálpað í baráttunni við ýmsa sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein. Þá telja einhverjir að föstur geti lengt lífið.

Í grein á Men‘s Health kemur hins vegar fram að flestar rannsóknir sem sanni ágæti föstunnar hafi verið gerðar á dýrum, ekki mönnum. Howard Steiger, prófessor við McGill-háskóla, bætir við að engin langtímarannsókn hafi verið gerð á föstum og kostum þeirra. Sai Das við Tufts-háskóla segir að ekki hafi verið sýnt fram á að tímabundnar föstur séu hættulegar en bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að þær séu góðar eða öruggar fyrir alla. Í greininni á Men‘s Health er farið ítarlega yfir hvaða hættur geta fylgt föstum – eitthvað sem allir ættu að kynna sér áður en þeir fasta.

Föstur geta ýtt undir átröskun

Allir ættu að „ræða við heimilislækni“ áður en byrjað er að fasta að sögn Sai. Hún segir það sérstaklega mikilvægt þegar að fólk er með undirliggjandi sjúkdóma eða komið af léttasta skeiði. Hún mælir einnig með því að ræða við lækni ef fólk tekur inn lyf að staðaldri þar sem inntaka þeirra er oft háð reglulegum matmálstímum. Þá er einnig mikilvægt að ráðfæra sig við lækni ef þú stjórnar vinnuvélum í starfi þínu þar sem einhverjir geta upplifað neikvæðar aukaverkanir af föstum, svo sem svima og rugl.

Þú ættir ekki að fasta ef að líkami þinn þarf mikið af hitaeiningum til að starfa, ef þú ert of létt/ur, yngri en átján ára, ólétt eða með barn á brjósti. Þá ættir þú alls ekki að fasta ef þú ert með eða hefur einhvern tímann verið með átröskun. Howard Steiger segir að föstur geti ýtt undir að átröskun taki sig upp aftur hjá fólki í bata.

Hunguverkir.

Gífurlegt hungur

Þeir sem fasta taka oft eftir miklu garnagauli og margir eiga erfitt með að stjórna hungrinu. Yuan-Xiang Pan, prófessor í næringarfræði við háskólann í Illinois, segir að þeir sem fasti eigi að forðast að þefa af mat eða horfa á hann, jafnvel hugsa um hann á meðan á föstunni stendur til að sporna gegn hungri. Hann mælir með að fólk lesi bók eða finni sér eitthvað að gera í staðinn fyrir að „sitja fyrir framan sjónvarpið og hugsa: Mig langar svo að borða eitthvað.“ Þá bætir hann við að gott sé að fylla tóman maga með vatni, íste eða kaffi.

Shelby Cox, næringarfræðingur við háskólann í Colorado, segir að hægt sé að koma í veg fyrir hungrið með því að borða næringarríka og fjölbreytta fæðu utan föstunnar. „Mikið af trefjum, prótein í hófi og holl fita“ ætti að vera í lykilatriði í máltíðunum að hennar mati.

Föstur og hámát

Sai Das mælir einnig með að þeir sem vilja prófa föstu byrji hægt, til dæmis í eina viku og meti síðan stöðuna. Það eru til alls konar föstur. Hægt er að fasta, eins og áður segir, í visst marga klukkutíma á dag. Þá er einnig hægt að taka dag og dag í föstu eða fasta með því að forðast ákveðin matvæli. „Fasta í vissa klukkutíma á dag skapar eðlilegasta mynstrið í mataræði,“ segir Shelby.

Þeir sem fasta geta dottið í hámát.

„Þú mátt ekki láta allt eftir sér þann tíma sem þú fastar ekki,“ segir Sai og bætir við að þú getir í raun þyngst á föstum ef þú borðar alltof mikið af hitaeiningum þá daga eða klukkutíma sem þú fastar ekki. Föstur geta í raun valdið hámáti, eins og kom fram í fimm ára rannsókn sem var birt fyrir nokkru. Þá geta föstur verið streituvaldandi í einhverjum tilvikum.

„Ef þú ert vön/vanur að borða þrjár máltíðir og jafnvel snarl á milli mála er tímabundin fasta mikil breyting,“ segir Yuan-Xiang. „Það getur valdið meiri streitu hjá sumum.“

Yuan-Xiang mælir með því að hugleiða eða að hlusta á tónlist þegar að streitan gerir vart við sig og fylla magann af næringarríkum mat þann tíma sem fastan varir ekki. Og ekki gleyma að drekka nóg. „Tímabundin fasta er stundum tengd við ofþornun því oft gleymum við að drekka þegar við borðum ekki,“ bætir Yuan-Xiang enn fremur við.

Slakaðu á í áfenginu

Ein af aukaverkunum föstu getur verið þreyta, sérstaklega hjá þeim sem ekki eru vanir föstum. Líkaminn gengur á minni orku en vanalega og þar sem föstur geta verið streituvaldandi geta þær einnig þýtt rof á svefnmynstri. Gott er að hreyfa sig reglulega á þeim tímum dags sem þú borðar, þar sem æfingar á tóman maga geta ruglað í blóðsykrinum. Þá finna einnig einhverjir fyrir pirringi þegar fastað er. Svo er mjög mikilvægt að passa áfengisneyslum á föstum því þú finnur hraðar fyrir áhrifum þess þegar að maginn er tómur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum