fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Hrískaka – þessi gamla góða: Sjáðu uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:00

Æðisleg kaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrískaka á sérstakan stað í hugum margra og hér er uppskrift að einni slíkri sem slær alltaf í gegn.

Hrískaka

Hráefni – Svampbotnar:

285 g mjúkt smjör
3/4 bolli sykur
1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk – 396 g)
5 egg
2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Takið til tvö smelluform, sirka 18 sentímetra stór og setjið smjörpappír í botninn. Smyrjið formin með olíu eða smjöri. Hitið ofninn í 160°C. Byrjið á að hræra smjör og sykur vel saman í sirka 3-4 mínútur, eða þar til blandan er létt og ljós. Blandið síðan sætu dósamjólkinni vel saman við og síðan eggjunum, einu í einu. Blandið síðan hveiti, lyftidufti og vanilludropum vel saman við herlegheitin. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna tveggja og bakið í 45-50 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í forminu.

Dásamleg karamella.

Hráefni – Karamella:

2 bollar sykur
180 g smjör
1 bolli rjómi
1 tsk. sjávarsalt
3-4 bollar Rice Krispies

Aðferð:

Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust. Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10-15 mínútur. Hellið síðan karamellunni yfir botnana tvo. Ég notaði ekki alveg alla karamelluna og átti sirka 1/2 bolla eftir af henni sem ég setti í krukku og geymi til betri tíma. Stráið síðan Rice Krispies yfir karamelluna og þrýstið því aðeins ofan í hana. Og ekki taka kökuna úr forminu strax!

Hráefni – Súkkulaðibráð:

250 g dökkt súkkulaði
4-5 msk. rjómi

Kallar fram góðar minningar.

Aðferð:

Setjið súkkulaði og rjóma í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn. Munið að hræra alltaf vel í blöndunni eftir hvert holl. Helllið súkkulaðinu ofan á Rice Krispies og smyrjið því út í hvern krók og kima. Skellið kökunni (í forminu ennþá) inn í ísskáp og leyfið henni að kólna í að minnsta kosti klukkutíma. Síðan rennið þið hníf meðfram forminu til að losa kökuna og skellið henni á disk. Gott er að leyfa henni að standa í að minnsta kosti hálftíma áður en hún er borin fram. Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar