fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Ævar borðar 4 hamborgara í morgunmat: „Nautið gefur manni 100% fyllingu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 17:30

Stolt kjötæta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það truflar mig að borða kolvetni, alveg sama hvaðan þau koma. Það er eins og þau séu vanabindandi og kalla á meira,“ sagði Ævar Austfjörð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ævar er svokölluð kjötæta og hefur eingöngu borðað kjöt í sautján mánuði, helst bara nautakjöt kryddað með salti.

Heimir og Gulli í Bítinu ráku upp stór augu þegar að Ævar sagði þeim frá morgunmatnum sínum.

„Ég steiki hamborgarabuff medium og gúffa þeim bara í mig, sex til sjö hundruð grömmum. Það er morgunmatur,“ sagði Ævar og benti Gulli réttilega á að það væri jafngildi fjögurra hamborgara. Þá tók Ævar fram að hann fengi sér að sjálfsögðu ekki franskar, brauð og salat með en jú, hann borðar fjóra hamborgara í morgunmat.

„Ég verð saddur af því og líður best,“ sagði Ævar þegar hann var spurður út í af hverju hann borði nánast eingöngu nautakjöt. „Nautið gefur manni 100% fyllingu.“

Hann segist þó einnig fá sér kjúklingavængi hér og þar, en þá yfirleitt sem meðlæti með nautakjötinu.

Notar tuttugu mínútur á viku í að kúka

Ævar segist einnig hafa prófað ýmislegt þegar að kemur að kjötáti.

„Ég borða stundum hrátt, bara til að prófa,“ sagði hann og bætti við að hann hafi verið búinn að vera á lágkolvetnamataræði í nokkur ár þegar hann fékk minniháttar blóðtappa. „Ég fór heim með þær ráðleggingar að borða töflur, borða minna og hreyfa mig meira. Ég var 43 ára. Mér fannst ég vera búinn að vera að borða minn og hreyfa mig meira í tuttugu ár,“ sagði hann í Bítinu.

Aðspurður um hægðirnar sagði Ævar að þær væru góðar.

„Þetta er næstvinsælasta spurningin. Fyrsta er alltaf: Hvað ertu búinn að léttast mikið? Það er spurning sem kemur mjög oft,“ sagði hann. „Varðandi hægðir, ef ég að lýsa þeim þá meltist kjöt nánast fullkomlega,“ bætti hann við og hló. „Ég nota hálftíma á dag í að borða og tuttugu mínútur á viku í að kúka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“