fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |
Matur

Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mínu heimili elska allir bananabrauð og ég er mjög dugleg að verða við þeirri beiðni að baka fyrir fjölskulduna þetta einfalda en sjúklega góða bananabrauð.

En ég fékk þessa uppskrift fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni og ég kalla þetta alltaf “Bananabrauð Írisar” … einfaldlega BEST!

Uppskrift:

1 bolli / 2dl sykur
1 egg
2-3 bananar (fer eftir stærð banananna og þroska)
2 bollar / 4dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi

Aðferð:

Sykur & egg þeytt saman – hér er lykilatriði að þeyta þetta mjög vel
Bananar stappaðir og bætt út í
Þurrefnum er svo öllum blandað saman við
Hrært vel
Bakað við 150°C í 50mín

Mér finnst orðið miklu skemmtilegra að setja þetta í hring form, þá verða sneiðarnar aðeins minni þegar brauðið er skorið. Þá borða allir minni skammta og brauðið endist lengur.

Eitt að lokum… ef bananarnir eru mjög þroskaðir og ég nota til dæmis þrjá, þá minnka ég sykurinn í uppskriftinni á móti og nota jafnvel sukrin til þess að gera þetta í hollara lagi;)

Verði ykkur að góðu!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Heiðrún um hollt mataræði: „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði: „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Matur
Fyrir 2 vikum

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“
Matur
Fyrir 3 vikum

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat
Matur
Fyrir 4 vikum

Björgvin Páll: Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum

Björgvin Páll: Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta er ástæðan fyrir því að María Birta er vegan

Þetta er ástæðan fyrir því að María Birta er vegan