fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Ragga nagli: Hollar bolludagsbollur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn er í dag og Ragga nagli segir réttilega enga ástæðu til að sitja út í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni. Á heimasíðu sinni gefur hún hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þá sem kjósa af öðrum ástæðum að úða ekki allar æðar stútfullar af sykri og smjöri þennan mánudag í febrúar.

Horaðar bolludagsbollur
4 bollur
1 dl hreint skyr
1 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kardimommudropar
2 msk NOW erythritol
3/4 dl NOW möndluhveiti
1/4 dl Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1 msk NOW psyllium husk

Aðferð:
1) stilla ofninn á 200°C
2) hræra saman skyri, eggi, kardimommu, erythritol og í lokin hveiti og Husk
3) móta 4 bollur. Leggja á bökunarpappír og baka í 10-15 mínútur

Fylling
250g kotasæla
1 msk Isola möndlumjólk
1 msk NOW erythritol eða Sugarless Sugar
1/2 tsk vanilluduft

Aðferð: Hræra saman með töfrasprota þar til allt orðið slétt og fellt.
Þegar bollurnar eru orðnar kaldar viðkomu skellirðu fyllingunni inn í og stráir Sukrinmelis yfir lokið á bollunni.
Þá er ekkert eftir nema sökkva tanngarðinum í herlegheitin og sleikja hvítt gumsið af kinninni.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði