fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Díana prinsessa var „afleitur kokkur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 09:30

Díana með Vilhjálmi og Harry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún gat ekki eldað. Prinsessan var afleitur kokkur. Hún var það virkilega. Ég skildi í raun alltaf eftir tilbúinn mat fyrir hana,“ segir Darren McGrady, fyrrverandi konunglegi kokkurinn, í viðtali við Hello Magazine.

Darren segir að prinsessan hafi treyst á konunglega kokkinn í einu og öllu og að hann hafi þurft að skilja eftir einföldustu eldunarleiðbeiningar fyrir hana.

Umhyggjusöm móðir.

„Ég vann mánudag til föstudags og skildi mat eftir í ísskápnum fyrir helgina, eins og fylltar paprikur sem hún elskaði að fá sér í hádegismat um helgar. Ég setti plastfilmu yfir þær og orðsendingu með tölustafnum 2, og það sagði henni að setja þær í örbylgjuofninn og ýta á 2. Svo afleitur kokkur var hún,“ segir hann og bætir við að hann hafi dvalið með fjölskyldunni um helgar þegar drengirnir Vilhjálmur og Harry voru heima við.

„Þegar strákarnir voru heima eldaði ég um helgar líka en ef prinsessan var ein heima var ég í fríi um helgar og skildi eftir mat fyrir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum