Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Matur

Þetta borðar Ellý Ármanns yfir daginn: „Þú verður bara að vanda þig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:15

Ellý veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flotþerapistinn, fjöllistakonan og líkamsræktarkennarinn Ellý Ármanns er í dúndurformi. Ellý kennir leikfimi og hugleiðslu í Reebok Fitness og segir frá því á Facebook að hún hafi fengið tvær spurningar eftir tímann sem hún kenndi í dag. Önnur spurningin sneri að mataræði og var frá manneskju í vaktavinnu sem átti í erfiðleikum með að koma reglu á mataræðið. Ellý svarar spurningunni með því að upplýsa hvað hún borðar yfir daginn.

„Þetta er ekkert mál. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í vaktavinnu eða ekki. Þú verður bara að vanda þig, skipuleggja og ákveða í byrjun dags að setja ekkert ofan í þig sem er ekki hreint (beint frá jörðinni),“ skrifar Ellý og lætur fylgja með sinn matseðil yfir daginn.

Á hverjum degi færir Ellý ástinni sinni, honum Hlyn, vítamín og stundum sæt skilaboð með.

„Hér er til dæmis dagurinn minn þegar kemur að næringu:

Klukkan 08.00

Kaffi, rjómi út í (sletta), stevíu dropi (karamella), og msk MCT olía. Vítamín dagleg (Múltí Sport (Guli miðinn) og Abel mjólkursýrugerlarnir (Probi Mage). Epli. Vatnsglas.

Epli og hnetur.

Klukkan 10.30

Hnetur (hnefi), appelsína. Vatnsglas.

Klukkan 12.00

Kjúklingur grillaður (fæst tilbúinn í Nettó best þar (ÓDÝRASTUR)), salat, ólifuolía út á salatið eða sólþurrkaðir tómatar. Vatnsglas.

Klukkan 14.30

1/2 banani eða epli (2 stk jafnvel ef svöng). Kaffi.

Klukkan 16.00

Vatnsglas. Hnetur eða bláber og Sonatural djúsinn. (engifer og epla djúsinn er bestur en það er misjafnt svo er avokado djúsinn líka góður).

Kvöldmatur í góðra vina hópi.

Klukkan 18.00

Fresco vefja eða salat (sleppa sósu biðja um fresco herb olíuna í staðinn (það skiptir máli)). Eftir að ég byrjaði að borða Fresco þá gjörbreyttist líkami minn. Mæli með þeim og svo eru þeir ekki of dýrir (gæða hráefni og það líkar mér).

Klukkan 20.00

Appelsínur – sker niður í bita (eins og nammi) og gulrætur (helling af þeim, sker þær einnig niður). Þetta er kvöldsnakk sem vit er í.“

Þá segir Ellý ávallt fá sjö klukkustunda svefn til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu ástandi.

„Mikilvægur eins og ást, hreyfing og næring góð.“

Læknirinn sagði út með þetta þrennt

Ellý fékk einnig spurningu frá manneskju sem sagðist ekki geta hætt að borða sykur. Ellý er með svör á reiðum höndum.

„Víst getur þú hætt að borða sykur. Þú getur ALLT sem þú ætlar þér. Taktu einn dag í einu. Burt með brauð líka því hveitið breytist í sykur í líkama þínum. Vertu þér góð og nærðu þig rétt. Þó að börnin þín borði ekki 100% hollt fæði þá getur þú vissulega gert það og sýnt gott fordæmi. Þau stjórna þér ekki. Þú ert við stjórn. En þau taka eftir breytingu sem á þér verður ef þú tekur ákvörðun um að sinna þér. Hugaðu vel að ÞÉR,“ skrifar Ellý á Facebook og bætir við.

Ellý er í þrusuformi og kennir í Reebok Fitness.

„Ég fékk mein í brjóst sem fjarlægt var og það fyrsta sem læknirinn sagði: Út með þetta þrennt NÚNA ef þú vilt verða langamma hraust og kát:

1. sykur
2. prótein (verksmiðju-ógeð)
3. brauð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur
Matur
Fyrir 2 vikum

Nesti unglings skiptir fólki í fylkingar – Er þetta of mikill matur?

Nesti unglings skiptir fólki í fylkingar – Er þetta of mikill matur?
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskir matgæðingar missa sig yfir hamborgara – „Frekar myndi ég láta Wuhan veirusýktan mann hósta uppí mig“

Íslenskir matgæðingar missa sig yfir hamborgara – „Frekar myndi ég láta Wuhan veirusýktan mann hósta uppí mig“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu
Matur
Fyrir 4 vikum

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins