fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Matur

Chililax að hætti Nönnu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 11:00

Litríkt og bragðgott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir gaf nýverið út bókina Beint í ofninn og deilir hér með lesendum einni gómsætri uppskrift úr bókinni.

Nanna er landsþekkt fyrir hæfileika sína í eldhúsinu.

„Þetta er réttur fyrir alla sem kunna að meta fisk – og jafnvel suma sem ekki kunna að meta hann því að það mætti alveg setja kjúklingalundir eða kjúklingabringur, skornar í ræmur, í staðinn fyrir fiskinn. En rétturinn er glútenlaus, eggja- og mjólkurvörulaus og inniheldur ekki hnetur. Ef notuð er ósæt chilisósa er enginn viðbættur sykur í honum heldur. Um 200 g af fiski á mann ætti að vera hæfilegur skammtur fyrir flesta en þessa uppskrift – og flestar aðrar uppskriftir í bókinni – er mjög einfalt að minnka eða stækka eftir þörfum,“ segir Nanna.

Sjá einnig: Nanna gefur góð ráð í eldhúsinu: „Það fær enginn áhuga á matargerð af því einu að flysja kartöflur“.

Öll hráefnin fallega raðað upp.

Chililax

Hráefni:

400 g laxaflak
100 ml. mild chilisósa
2 msk. sojasósa
safi úr 1 límónu
1 rautt chilialdin, skorið í þunnar sneiðar
1 stór gulrót, skorin í sneiðar
1 paprika (eða tvær hálfar, mismunandi litar), skorin í bita
½ kúrbítur, skorinn í bita
½ laukur, saxaður
1½ msk. olía
kóríanderlauf

Aðferð:

Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu laxinn í bita þvert yfir. Blandaðu saman chilisósu, sojasósu, límónusafa og chilisneiðum, settu laxinn út í og láttu standa nokkra stund. Dreifðu gulrót, papriku, kúrbít, lauk og olíu á ofnbakka eða í stórt, eldfast mót og bakaðu í 15–20 mínútur. Ýttu því þá til hliðar, settu laxinn í miðjuna og dreyptu maríneringunni yfir. Settu aftur í ofninn og bakaðu í 8-10 mínútur, eða þar til laxinn er rétt eldaður í gegn. Stráðu kóríanderlaufi yfir.

Hér má nota bleikju í staðinn fyrir laxinn, og raunar ýmsar tegundir af fiski – þorskur, ýsa, steinbítur, langa og lúða eru allt fiskar sem ættu að henta vel. Grænmetinu mætti líka skipta út eftir þörfum og nota til dæmis blómkál, spergilkál, butternutgrasker eða kartöflur, allt skorið í hæfilega bita. Tómatbáta eða kirsiberjatómata mætti líka setja í ofninn um leið og fiskinn. – Ég notaði milda, sæta chilisósu en það mætti líka nota aðrar chilisósur; þó er best að hafa sósuna ekki allt of sterka.

Leifarnar geymast í einn eða tvo daga í kæli. Þá er til dæmis hægt að stappa laxinn, blanda eggi og brauðmylsnu saman við og móta buff sem steikt eru á pönnu með grænmetisafgöngunum. Einnig mætti sjóða hrísgrjón eða útbúa kúskús, losa fiskinn sundur í flögur, hita á pönnu ásamt grænmetinu og blanda saman við grjónin – eða hita leifarnar og nota sem fyllingu í tacos, ásamt meiri chilisósu, sýrðum rjóma, salatblöðum og kóríander.

Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert
Matur
Fyrir 3 vikum

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla
Matur
Fyrir 3 vikum

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
25.05.2020

Myndvænasta veitingahús landsins opnar í vikulok

Myndvænasta veitingahús landsins opnar í vikulok
Matur
25.05.2020

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það
Matur
22.05.2020

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings
Matur
20.05.2020

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó