fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Tilvalin máltíð á vetrarkvöldum: Langbesta brokkolísúpan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 16:30

Væn og græn súpa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðið svakalega kalt og veturinn greinilega kominn. Því er tilvalið að búa til góða súpu, eins og þessa brokkolísúpu.

Langbesta brokkolísúpan

Hráefni:

3 msk. smjör
1 lítill laukur, skorinn í bita
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 msk. hveiti
4 bollar grænmetissoð
2 bollar rjómi
2 litlir brokkolíhausar, skornir í litla bita
1½ bolli rifinn cheddar ostur
salt og pipar
múskat á hnífsoddi
grískt jógúrt eða sýrður rjómi til skreytingar

Aðferð:

Bræðið smjörið í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk saman við og steikið þar til hann er mjúkur, í sirka fimm mínútur. Bætið við hvítlauk og steikið í eina mínútu til viðbótar. Bætið við hveiti og eldið í um þrjár mínútur. Bætið soði og rjóma saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og bætið brokkolí saman við. Sjóðið í fjórar mínútur og takið síðan nokkra bita af brokkolí og setjið til hliðar, til að skreyta með þegar að súpan er tilbúin. Lækkið hitann aðeins meira, setjið lok á pottinn og leyfið að malla í korter. Maukið síðan súpuna með töfrasprota eða í blandara. Hellið súpunni í stóra skál og blandið cheddar osti saman við og kryddið með salti, pipar og múskati. Hellið súpunni í litlar skálar og skreytið með grískri jógúrt eða sýrðum rjóma, svörtum pipar og brokkolíinu sem var geymt til hliðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa