fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Fólk er brjálað yfir nýju uppskriftinni frá Nigellu: Þið trúið ekki hverju hún blandaði saman við spagettí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 13:50

Nigella er uppátækjasöm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson er gríðarlega vinsæl og er þeim eiginleika gædd að geta búið til uppskriftir sem fólk gjörsamlega elskar.

Nigella deildi hins vegar uppskrift á dögunum sem fór mjög fyrir brjóstið á mörgum – nefnilega uppskrift að Marmite-spagettí. Marmite er notað sem álegg á brauð í Bretlandi og eitt af þessum matvælum sem fólk annað hvort elskar eða hatar. Þeir sem elska Marmite elska það nánast meira en lífið sjálft. Þeir sem hata sjá rautt þegar áleggið er til umræðu.

Nigella tísti uppskriftinni og bað fólk um að gefa réttinum tækifæri þó hann virkaði frekar ógirnilegur. Fjölmargir aðdáendur hennar voru langt frá því ánægðir með þetta uppátæki.

Hins vegar voru margir sem féllu gjörsamlega fyrir spagettíinu.

Og fyrir þá sem þora – hér er uppskriftin umtalaða:

Þorir þú að prófa?

Marmite-spagettí

Hráefni:

375 g spagettí
50 g ósaltað smjör
1 tsk. Marmite (eða meira ef vill)
ferskur, rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Sjóðið pastað í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Bræðið smjörið á lítilli pönnu þegar spagettíið er nánast tilbúið, og blandið Marmite og 1 matskeið af pastavatni vel saman við smjörið. Haldið eftir hálfum bolla af pastavatni og hellið restinni. Hellið smjörblöndunni yfir spagettíð og bætið smá pastavatni saman við ef þetta vill ekki allt blandast vel saman. Berið fram með nóg af parmesan osti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“