fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Matur

Besta letibrauðið: „Ég hef bakað mörg brauð í gegnum tíðina en þetta slær þau öll út“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 17:00

Dásamlegt letibrauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt betra en nýbakað brauð, en Guðrún Hálfdánardóttir lumar á afskaplega einföldu brauði sem bakað er í leirpotti. Uppskriftina fékk hún frá vinkonu sinni Ernu Herbertsdóttur, en uppruni uppskriftarinnar liggur ekki ljós fyrir.

„Ég hef bakað mörg brauð í gegnum tíðina en þetta slær þau öll út. Það er svakalega einfalt og fljótlegt, nema hefunin,“ segir Guðrún, en brauðið þarf að hefast í 15 til 19 klukkustundir. Hún mælir með að undirbúa brauðið daginn áður en það bakast.

„Ég hef gert nokkur deig að kveldi og tekið fimmtíu manns í súpu daginn eftir með nýbökuð brauð beint úr ofninum.“

Guðrún leggur áherslu á að brauðið sé best bakað í leirpotti sem hitað er í ofni áður en deigið er sett í hann. Þeir sem eiga ekki leirpott, en ætla að fjárfesta í slíkum, þurfa þá að muna að bleyta pottinn lítið eitt áður en bakað er í honum.

En nóg af málalengingum – hér kemur uppskrift að besta letibrauðinu.

Hráefni:

3 bollar hveiti
1 ½ tsk salt
¼ tsk ger
1 ½ bolli ylvolgt vatn

Aðferð:

Deigið er hrært létt saman og látið hefast í 15-19 klukkustundir.

Allt rétt hrært saman. Deigið látið hefast undir loki/plasti í 15 til 19 klukkustundir. Svo er deigið aðeins tekið saman. Ekkert hnoð, nema þið viljið. Hita ofn í 250°C og ofnpotturinn sem baka á í hitnar með ofninum. Deigið sett í ofnpottinn þegar réttum hita er náð. Það er mjög mikilvægt að potturinn hitni inni í ofninum til að góð skorpa fáist á brauðið.

Deigið komið í leirpottinn.

Bakað í 30 mínútur. Lokið tekið af. Hitinn lækkaður í 230°C og bakað í 10-20 mínútur til viðbótar.

Guðrún tekur fram að þetta sé grunnuppskrift og hægt sé að bæta ýmsu út í brauðið áður en það er bakað. Til dæmis:

Sólþurrkaðir tómatar
Ólífur
Ristuð fræ
Rifinn mexíkóostur
Pítsakrydd

Guðrún segir best að baka brauðið í leirpotti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“