Þau segja Hermosa.is bjóða sem dæmi upp á 30 daga skilafrest á öllum vörum. „Svo gerum við einnig enn betur en aðrir,“ bætir Þröstur við. „Því við bjóðum einnig upp á Unaðsvernd Hermosa sem þýðir að ef þér líkar ekki tæki sem þú keyptir hjá okkur, þá getur þú skilað því innan 30 daga og skipt í aðra sambærilega vöru.“
Geggjað kynningartilboð í febrúar
Þau segjast velja vörurnar sínar af kostgæfni. „Við bjóðum eingöngu upp á tæki sem eru að fá góðar umsagnir og reynast vel. Það er okkur mikilvægt að fólk geti prófað og fundið tæki sem hentar án mikillar áhættu eða gríðarlegs kostnaðar.“
Sogtækin hafa lengi verið mest selda kynlífstækið hjá Hermosa en múffurnar hafa verið að sækja mikið í sig veðrið og segir María gaman að sjá aukningu í sölu á þeim. „Síðan tókum við inn undirföt í sölu fyrir skömmu sem hafa vakið mikla lukku. Við erum með geggjað kynningartilboð á þeim einmitt núna en það fylgir frítt sett af undirfötum að eigin vali með pöntunum í febrúar.“
Kynningar mjög vinsælar
Heimakynningar og kynningar á stærri viðburðum eins og konukvöldum er stór hluti af starfsemi Hermosa. „Við erum reglulega bókuð á slíka viðburði við mikinn fögnuð viðstaddra. Heimakynningar eru sniðnar að hverjum hópi fyrir sig, en við erum mikið að heimsækja vinkonu- og vinahópa, vinnustaðahópa, gæsapartí og steggjapartí. Um þessar mundir er til dæmis skipulagning á gæsa- og steggjapartíum að fara á fullt og því gott að hafa í huga að bóka okkur tímanlega,“ segir María en best er að senda henni póst á netfangið maria@hermosa.is.
„Við mætum frítt í slíkar kynningar á svæðinu Akranesi og Borgarnesi, Reykjanesi, Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn og öllu stórhöfuðborgarsvæðinu og erum alltaf til í að skoða þann möguleika að mæta í heimsókn út fyrir okkar hefðbundna svæði,“ bætir Þröstur við.
Traust skiptir miklu máli
Að þeirra sögn skapast oft frábær umræða milli viðstaddra á svona kynningum og stemningin er alltaf mjög góð. „Við höfum oft tekið eftir því að fólk er að velta fyrir sér hvernig best sé að opna á umræðuna um að bæta kynlífstækjum inn í sambandið. Margir virðast vera óhræddir við að nýta sér kynlífstæki í einleiknum en eiga erfiðara með að bæta þeim inn í samleik með öðrum, en það getur einmitt gert nándina mun meiri, aukið traustið og styrkt sambandið að fá að kynnast betur því sem makinn eða mótleikarinn fílar og upplifa nýja hluti saman í kynlífinu,“ segir María.
Þau segja það vera hollt öllum samböndum, hvort sem það eru ný eða eldri sambönd, fríðindasambönd, hjónabönd eða hvað eina, að opna á samtalið um þessa hluti. Báðir aðilar þurfa að vera óhræddir við að ræða saman og deila fantasíum og löngunum með hvor öðrum. „Þá er mikilvægt að passa vel upp á það að dæma ekki hvort annað og skapa umhverfi þar sem fullkomið traust getur ríkt,“ segir Þröstur.
Góð kvöldstund mikils virði
Þá er til dæmis upplagt að taka góða kvöldstund yfir kertaljósum og rauðvínsglasi, skoða saman vefverslunina Hermosa.is og ræða mismunandi unaðsvörur, hvernig þær eru notaðar og hvort það sé eitthvað sem heilli. „Flestir, sem fikra sig áfram í að bæta unaðsvörum inn í samleikinn, gefa sér tíma til að kynnast löngunum og þrám hvort annars á forvitinn og fordómalausan máta, upplifa að kynlífið verður spennuþrungnara og meiri unaður heldur en „bara“ kynlíf,“ segja þau að lokum.
Nánari upplýsingar á hermosa.is.