fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
FókusKynning

Vinnulyftur eru öruggari og fljótlegri

Kynning

Leiguvélar Tobba, Dalsbraut 1, Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er miklu öruggara og fljótlegra að nota vinnulyftur en uppreista palla við alls konar verkefni innan dyra sem utan. Þorbergur Aðalsteinsson hefur í rúm fimm ár rekið fyrirtækið Leiguvélar Tobba en þar á undan voru vélarnar leigðar út undir nafninu Pallaleigan ehf. „Ég keypti vélahlutann af Pallaleigunni ehf. árið 2011 og hef fjölgað vélum talsvert, en ég er eingöngu með vélknúnar eða rafknúnar vinnulyftur, enga palla,“ segir Þorbergur, sem gengur undir nafninu Tobbi.

Tobbi er með u.þ.b. 35 vélar í sinni eigu, af mismunandi stærðum og gerðum. Flestar eru vélarnar undir ameríska merkinu Genie en eru keyptar inn frá Evrópu og eru CE-merktar. Tobbi flytur sumar vélarnar inn sjálfur en aðrar kaupir hann af aðilum sem flytja inn vélar af þessu tagi. Um er að ræða svokallaðar skæralyftur, sem hífast beint upp í loftið, skotbómur eða bómulyftur sem ná upp og út til hliðanna og síðan er Tobbi líka með skotbómulyftara.

Þó að flotinn hjá Leiguvélum Tobba sé vænn þá veitir ekkert af honum því allar vélarnar hafa verið linnulaust í útleigu nánast allt árið. Leigutíminn er afar misjafn, allt frá einum degi upp í marga mánuði eða ár. Kappkostar fyrirtækið að veita sem besta þjónustu eftir þörfum hvers og eins, bæði hvað verðar lengd leigutíma og stærð og gerð tækjanna, enda eru verkefni viðskiptavinanna mjög fjölbreytt: „Þessi tæki eru notuð við viðhald húsa, húsbyggingar, reisingu stálgrindahúsa og einingarhúsa og margt fleira,“ segir Tobbi.

Þrátt fyrir að mikið sé að gera er Tobbi eini starfsmaður fyrirtækisins en hann kaupir stundum viðhaldsþjónustu til að halda tækjunum í toppstandi.

Vélaflutningabíll

Tobbi sinnir líka vinnuvéla- og bílaflutningum og nýtir til þess rennilegan Scania-vélaflutningabíl sem er í hans eigu. Þetta er 8 hjóla bíll og er þannig hannaður að hægt er að keyra bíla og vinnutæki beint upp á pallinn ef honum er hallað og rennt niður. Tobbi keyrir bílinn sjálfur eða kaupir flutningaakstur en fyrirtækið sinnir vélaleigu og vélaflutningum um allt Norður- og Austurland.

Leiguvélar Tobba eru staðsettar að Dalsbraut 1, Gleráreyrum, Akureyri. Til að panta útleigu eða vélaflutning eða fá nánari upplýsingar er best að hringja í síma 862-4991 eða mæta á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea