fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Sjá eftir því að hafa eignast börn

Sífellt fleiri stíga fram

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 9. október 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri stíga fram sem lýsa því yfir opinberlega að þeir sjái eftir því að hafa eignast börn. Í raun hefur myndast stór hreyfing í kringum þennan málstað og hafa sífellt fleiri konur og karlar stigið fram með frásögn sína. Elle fjallaði um málið á dögunum.

Að segjast sjá eftir því að eignast börn er að margra mati ófyrirgefanleg staðhæfing en 37 ára blaðamaður frá Los Angeles segir að vandamálið við að uppgötva að mann langaði aldrei í börn, vera að maður geti einfaldlega ekki tekið ákvörðunina til baka. Þetta er yfirleitt orðað á öfugan hátt, það er að fólk muni iðrast þess síðar að hafa ekki eignast börn síðar á lífsleiðinni, en staðreyndin er sú að þetta gengur auðvitað í báðar áttir.

Á síðustu árum hefur fjöldi kvenna stigið fram í kjölfar útgáfu bókar Corinne Maier, sem er franskur sálgreinir, rithöfundur og tveggja barna móðir í Brussel í Belgíu. Í bókinni No Kids: 40 Reasons Not to Have Children, sem kom út fyrir tíu árum, skrifaði Corinne opinskátt um eigin eftirsjá. Á sínum tíma var bókin harðlega gagnrýnd og hún sögð sýna fram á ólýsanlega sjálfselsku og sagt að hún væri „ótrúlega ósmekkleg“.

Í kjölfarið hafa fleiri stigið fram og árið 2013 viðurkenndi sextug kona frá Bretlandi að stærsta eftirsjá lífs hennar hefði verið að eignast börn. Hún ítrekaði þó að hún sæi vel um börnin og að hún elskaði þau mjög mikið, en það breytti því ekki að líf hennar hefði verið fyllra og hamingjuríkara án þeirra.

Líkt og búast má við hefur hreyfingin helst notið stuðnings í nafnlausum samskiptum á veraldarvefnum. Finna má hópa á samskiptavefjunum Quora og Reddit sem tala opinskátt um eftirsjá sína. Á Facebook er meira að segja til hópur sem ber nafnið „I Regret Having Children“. Það svífur mikil bannhelgi yfir því að viðurkenna það að maður iðrist barneigna, en staðreyndin er sú að vaxandi hópur kvenna og karla um allan heim, hefur stigið fram og viðurkennt það.

Einn nafnlaus notandi í Facebook-hópnum segir: „Ég vildi að ég hefði aldrei átt barnið mitt … Ég sé það núna að ég hef ekki móðureðlið og er logandi hrædd við að hugsa til þess að ég neyðist til þess að sjá um það.“ Ein 46 ára kona segist ekki sjá eftir að hafa eignast nú 22 ára dóttur sína, en að hún sjái eftir því að hafa orðið móðir. Tíminn og sálfræðimeðferðir hafi hjálpað mikið en hún segist samt sem áður einblína á það sem hefði getað orðið. Auk þess viðurkennir hún að hún horfi stundum á dóttur sína og hugsi til þess að þetta hefði getað verið hún sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum