fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hún eða þeir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það dylst engum sem til þekkir að órói innan æðstu stjórnar lögreglunnar er svo mikill að ýmsir hafa séð ástæðu til að spyrja hvort yfirstjórn lögreglunnar sé starfhæf. Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í athyglisverðu viðtali í helgarblaði DV. Þar mátti lesa á milli línanna að ýmsir samstarfsmenn hennar hafi barist gegn þeim breytingum sem hún vill innleiða og átt erfitt með að sætta sig við nýjan yfirmann. Slíkt gengur ekki og allra síst á vinnustað eins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er.

Ýmislegt bendir til þess að þessi valdabarátta hafi tekið á sig hinar ótrúlegustu myndir. Lekar frá lögreglunni hafa verið tíðir síðustu misseri og þá sérstaklega til þeirra fjölmiðla sem hafa gagnrýnt lögreglustjóra hvað mest. Stundum hefur svo rammt kveðið að þessu að engu líkara hefur verið en markmiðið hafi verið að koma lögreglustjóra frá.

Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma.

Því hefur verið haldið fram að nokkrir af æðstu undirmönnum lögreglustjóra hafi verið duglegir að leka upplýsingum í þessa fjölmiðla í baráttu sinni gegn nýja lögreglustjóranum.

Lögreglan þolir ekki grimmilega valdabaráttu árum saman. Þegar Stefán Eiríksson var lögreglustjóri, lýsti Lögreglufélag Reykjavíkur yfir vantrausti á yfirstjórnina. Átökin nú eru því ekki ný af nálinni og einskorðast ekki við núverandi lögreglustjóra eða hennar áherslur. En þeim þarf að linna. Og tryggja þarf starfsfrið.

Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Sigríður Björk stígur til hliðar og karlarnir sem hafa látið hvað verst taka við. Þeir geta þá rifist um hver þeirra á taka við og valdabaráttan haldið áfram.

Sigríður Björk heldur áfram og fer í alvöru aðgerðir gegn þeim sem vilja ekki fylgja fyrirmælum og reka undirróður.

Nú er mál að innanríkisráðherrann Ólöf Nordal lemji í borðið og segi: Hingað og ekki lengra. Hún þarf að velja á milli kostanna hér að framan.

Lögreglan verður að vera í lagi.

Það er hún eða þeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt