fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023

Villtist á vegum Guðs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki ofbeldishneigð manneskja,“ sagði 16 ára unglingur, Christopher Dankovich, við dómarann, John J. McDonald, í dómsal í maí árið 2006.

Hvort þau orð standist skoðun verður ekki lagt mat á hér og nú.

Fimmtán ára
Christopher Dankovich var með ranghugmyndir um tilveru sína.

Rúmu ári áður hafði Christopher stungið fimmtuga móður sína til bana á heimili þeirra í Rochester Hills í Michigan í Bandaríkjunum.

Stungin 111 sinnum

Sextán ára að aldri stóð Christopher frammi fyrir dómaranum og baðst afsökunar vegna verknaðar síns, sem hann hafði framið 24. apríl 2005.

Þá, fimmtán ára grunnskólanemi, hafði drengurinn ráðist á móður sína, Diane Michele, vopnaður litlum hnífi, og stungið hana 111 sinnum og stungið úr henni annað augað.

Með móður sinni
Diane Michele hafði ákveðnar skoðanir á vegferð Christophers.

Lík Diane fannst næsta dag en Christopher var hvergi sjáanlegur. Hann fannst þó þann sama dag í kofa föður síns í Norður-Michigan. Þangað hafði hann flúið og þegar hann var handtekinn var hann vel útbúinn til útilegu.

Verkfæri Guðs

Þegar dómarinn spurði Christopher hvernig honum liði, svaraði hann: „Ég er bara sorgmæddur … taugaóstyrkur.“ McDonald hafði leitt hugann að því hvort samfélaginu stafaði hætta af Christopher þegar hann losnaði úr fangelsi og því farið fram á sérfræðiálit sálfræðings.

Af áliti sálfræðingsins mátti ráða að Christopher hefði talið sig vera á sérlegri vegferð á vegum Guðs. Verkefnið var að vernda börn.

Heimasmíðuð vopn

Móðir Christophers hafði sett ofan í við hann vegna heimasmíðaðra vopna hans, sem átti beita gegn fylgendum fóstureyðinga og þeim sem framkvæmdu þær, sem og þeim sem hugnaðist barnaklám og framleiddu.

Í járnum
Getur sótt um reynslulausn þegar hann verður 40 ára.

Aðfinnslur móður hans féllu ekki í góðan jarðveg og átti Christopher til að slá til hennar þegar svo bar undir.

Dómarinn spurði Christopher hvaðan sú sannfæring, að hann væri í herferð á vegum Guðs, væri runninn, en Christopher vildi ekki fjölyrða um það: „Ég kæri mig ekki um að ræða það … Allt fór í handaskolum.“

Hugsanleg áhrif móður

Við málsmeðferðina var einnig ymprað á bréfi sem dómaranum hafði borist, en ekki var upplýst hver sendandi bréfsins var. Verjandi Christophers, Mitchell Ribitwer, sagði að í bréfinu væri ýjað að tilfinningalegri drottnun móður Christophers í garð sonar síns, að hún hefði reynt að móta þankagang hans.

Á þeim nótum hafði verjandinn einnig orð á því að frá því að Christopher myrti móður sína hefði hann verið í meðferð þar sem honum var hjálpað að takast á við þær ranghugmyndir að hann væri verkfæri Guðs.

Frá Biblíu til vígahópa

Ribitwer sagði einnig að Christopher sæi þegar þarna var komið sögu „villu síns vegar“ og deginum ljósara að móðir hans hefði ekki gert sér grein fyrir ástæðum vopnagerðar hans.

Diane var sálfræðingur
Var stungin 111 sinnum með hnífi.

„Þetta kom þeim í opna skjöldu,“ sagði Ribitwer. Frá því að vera hugfanginn af Biblíunni fór Christopher af vafra í netheimum, á slóðum andstæðinga fóstureyðinga. Þaðan lá síðan leiðin á síður vopnaðra vígahópa.

Vildi bjarga börnum

„Í eigin huga var Chris einfaldlega í leiðangri fyrir Guð. Hann trúði á æðri yfirvöld og móðir hans skyldi ekki fá að hindra hann. Hann var að reyna að stöðva þá sem framkvæmdu fóstureyðingar. Hann var að reyna að stöðva barnaklám. Hann vildi bjarga börnum,“ sagði Ribitwer.

Hann bætti við að allt þetta sýndi röskun í hugsunarhætti, sem væri lykilatriði í geðveiki eins og hún væri skilgreind í réttarkerfinu.

Samúð og gremja

Þegar upp var staðið urðu málalyktir þær að Christopher var dæmdur til 25 til 37 ára vistar í fangelsi. Þegar McDonald dómari kvað upp dóm sinn beindi hann einnig orðum sínum til föður Christophers.

McDonald sagði að um sorglegt mál væri að ræða og að hugur hans væri hjá föðurnum, fyrrverandi eiginmanni Diane, James Dankovich. Að því sögðu bætti dómarinn við að hann yrði þó að vinna vinnuna sína og lýsti enn fremur yfir gremju sinni. Honum gramdist að geta engan veginn skilið hvað hefði rekið ungan dreng og fyrirmyndarnemanda til þessa voðaverks.

Áhyggjufullur dómari

„Þú varst til þess að gera til fyrirmyndar, engin hegðunarvandamál,“ sagði McDonald við Christopher. „Það veldur mér áhyggjum. Ég fæ engan botn í þetta,“ bætti hann við. Síðan spurði dómarinn Christopher hvað, í ljósi þess að Christopher hefði svona voðaverk einu sinni, kæmi í veg fyrir að hann fremdi viðlíka verknað á ný. Christopher svaraði með upphafsorðum þessarar greinar: „Ég er ekki ofbeldishneigð manneskja.“

Dómarinn mæltist til þess að Christopher fengi sálfræðimeðferð, hann yrði vistaður með ungum afbrotamönnum til 21 árs aldur, en þá settur í fangelsi fyrir fullorðna.

Lokaorðin

„Þú ert ungur maður og ég finn virkilega til með þér. Ég vona að þú fáir alla þá aðstoð sem þú þarft,“ sagði McDonald dómari við Christopher sem svaraði að bragði: „Þakka þér, herra dómari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Erlendur fjölmiðill greinir frá stríði Kleópötru við Samkeppniseftirlitið

Erlendur fjölmiðill greinir frá stríði Kleópötru við Samkeppniseftirlitið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arsenal búið að ná samkomulagi um kaup á Jorginho – Samningur til ársins 2024

Arsenal búið að ná samkomulagi um kaup á Jorginho – Samningur til ársins 2024
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sá hvað þeir skrifuðu um hana á fundinum – Sjáðu viðbrögð hennar sem hafa slegið í gegn

Sá hvað þeir skrifuðu um hana á fundinum – Sjáðu viðbrögð hennar sem hafa slegið í gegn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu

Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja Arsenal hafa sett fram sitt þriðja tilboð í Caceido – Yrði félagsmet ef samþykkt

Segja Arsenal hafa sett fram sitt þriðja tilboð í Caceido – Yrði félagsmet ef samþykkt
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir þeirra lést af völdum svitalyktareyðis – Reyna að vekja fólk til umhugsunar

Dóttir þeirra lést af völdum svitalyktareyðis – Reyna að vekja fólk til umhugsunar
433
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal íhugar lokatilboð í Caicedo

Arsenal íhugar lokatilboð í Caicedo