fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Vandræðalegt fyrir Sósíalista

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. nóvember 2018 14:00

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum á fylgi stjórnmálaflokkanna er Sósíalistaflokkurinn ekki að ná neinu flugi. Hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir Gunnar Smára og félaga að flokkurinn mælist aðeins með um eitt prósent á landsvísu.

Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins gætu haldið því fram að langt sé í kosningar og flokkurinn hafi aldrei boðið fram áður til þings. En hafa ber í huga að flokkurinn er nú þegar orðinn hreyfiafl í þjóðfélaginu. Í maí síðastliðnum náði flokkurinn manni inn í borgarstjórn, Sönnu Magdalenu sem hefur verið mjög áberandi. Einnig dyljast fáum þeir þræðir flokksins sem liggja inn í verkalýðsforystuna.

Sambærilegt dæmi gæti verið Miðflokkurinn á Akureyri. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor mældist flokkurinn á einum tímapunkti með tæplega níu prósenta fylgi. Þá var ekki búið að tilkynna neinn lista og ekki víst að flokkurinn yrði yfirhöfuð í framboði. Miðflokkurinn var þá mun nýrri stjórnmálahreyfing en Sósíalistaflokkurinn er nú.

Gunnar Smári og félagar hljóta að tala upp flokkinn á landsvísu því staðan nú er vandræðaleg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum