fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020

Heimurinn fórst ekki í dag

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. mars 2019 11:30

Frá Mývatni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn fórst ekki í dag. Sólin mun rísa á morgun. Lífið heldur áfram, krakkarnir fara í skólann, bátum verður siglt á miðin, strætisvagnarnir liðast um götur borgarinnar og Landinn verður á sínum stað á sunnudagskvöld. Brátt kemur heiðlóan til að syngja inn vorið.

Auðvitað eru endalok WOW air áfall og margir sitja eftir í sárum. Allir Íslendingar geta sammælst um að hafa samúð með starfsfólki WOW, fjölskyldufólki sem stendur uppi atvinnulaust eftir tíðindi vikunnar. Sjálfsagt mun þetta hafa slæm áhrif á þjóðarbúskapinn, til lengri eða skemmri tíma. Það verður dýrara að ferðast og mjólkurpotturinn mun hækka um nokkrar krónur. Krónan okkar litla velkist um í öldurótinu og nánast öruggt er að það verður aðeins dýrara að panta á Aliexpress á næstu dögum en verið hefur.

Því er heldur ekki að neita að fall WOW kemur á slæmum tíma. Hér eru kjaraviðræður á viðkvæmu stigi. Ofan á það bætist undarlega lítt um talaður loðnubrestur sem, eins og góður maður sagði, sýnir hversu illa við erum tengd við frumatvinnugreinarnar í landinu.

Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Á spítölum og í skólum landsins hefur verið mikil mannekla undanfarin ár og starfsfólk flúið þaðan inn í flugfélögin. Ef starfsfólk snýr þangað aftur gæti bæði heilsa og menntun landans batnað. Þá verðum við líka að muna eftir að gera vel við fólkið svo það flýi ekki aftur í næsta flugævintýri.

Hér á Íslandi er gott að búa og þjóðin hefur gengið í gegnum margfalt meiri áföll en þetta. Á síðustu öld skriðum við út úr moldarkofunum og inn í velsæld nútímasamfélagsins. Engu að síður gengum við í gegnum stráfelli spænsku veikinnar, ótal sjóskaða og eldsumbrot sem eyddu nærri heilu byggðarlagi. Ef rennt er yfir fréttir úr hagsögunni mætti halda að hér ætti að vera örbirgð vegna atvinnuleysis, óðaverðbólgu, gengisfellinga, gjaldþrota og átaka á vinnumarkaði. En hér hefur byggst upp sæmilega burðugt velferðarþjóðfélag. Ekki gallalaust frekar en önnur. En nógu gott til að snúa glataðri stöðu bankahrunsins á undraskömmum tíma.

Hversu stórt högg fall WOW er mun tíminn vitaskuld leiða í ljós. Það er samt erfitt að sjá fyrir sér að höggið verði eitthvað í líkingu við þau áföll sem hér eru áður upp talin. Sennilega aðeins léttur löðrungur í stóra samhenginu. Áminning um að við höfum verið fordekruð og kannski helst til hrokafull.

Ég vil ekki gera lítið úr stóru tíðindum vikunnar. Værukærð er sjaldnast af hinu góða. Hins vegar skiptir máli hvernig við, almenningur, bregðumst við. Það er engin ástæða til þess að hætta að ferðast. Við getum notað tækifærið og ferðast meira um landið okkar fagra og stórbrotna. Þar með glæðum við innlenda verslun og höldum gjaldeyrinum í landinu. Tenerife er hvort eð er fyrir löngu orðið þreytt pleis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Tölur dagsins ekki nógu góðar og Víðir „drulluslappur“ – „Hann átti ekki góðan dag  í gær“

Tölur dagsins ekki nógu góðar og Víðir „drulluslappur“ – „Hann átti ekki góðan dag  í gær“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku- „Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var“

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku- „Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yngsti leikmaður Tottenham frá upphafi spilaði í Evrópudeildinni í gær eftir erfið meiðsli

Yngsti leikmaður Tottenham frá upphafi spilaði í Evrópudeildinni í gær eftir erfið meiðsli
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Mogginn vekur hneykslun með því að uppnefna Þorgerði – „Vá, hvað þetta er ómerkilegt“

Mogginn vekur hneykslun með því að uppnefna Þorgerði – „Vá, hvað þetta er ómerkilegt“