fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Tveir duttu á andlitið í nótt

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 10:03

mynd/frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Skráð voru rúmlega áttatíu mál og sex voru vistaðir í fangaklefa. Níu voru stöðvaðir fyrir ölvunar og/eða fíkniefnaakstur.

Þá stöðvaði lögregla för bifhjólamanns sem ók á 146 km hraða á 60 götu. Var hann sviptur ökuréttindum sínum á staðnum og má búast við að verða umtalsvert fátækari fyrir vikið.

Fjórir voru handteknir eftir slagsmál í miðbænum og einn fékk að dúsa í fangaklefa vegna málsins. Annar gisti fangaklefa vegna ránstilraunar hans og fyrir að hafa ógnað vegfarendum í miðbænum og reynt að hafa af þeim aur.

Tveir munnu duttu á andlitið, einn í miðbænum og annar í vesturbænum. Voru báðir fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Enn einn slaðaðist við trampólín stökk og var hann einnig fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Lögregla stöðvaði jafnframt framleiðslu fíkniefna í hverfi 110 í nótt og voru tveir handteknir vegna málsins. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Ekkert fréttnæmt gerðist á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og má því búast við að þar hafi allt verið með kyrrum kjörum í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt