fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. maí 2019 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mayeth Gudmundsson, frá Filippseyjum, hefur fengið bréf frá Útlendingastofnun þar sem henni er tjáð að ákvörðun um synjun dvalarleyfis hafi verið afturkölluð. Blaðamaður DV ræddi við eiginmann hennar Pjetur í dag og var hann ánægður með þessar nýjustu vendingar en segir þó að málið sé enn þá í skoðun hjá stofnuninni og þetta því aðeins áfangasigur.

DV hefur greint ítarlega frá málinu undanfarna daga og það ratað inn umræður á Alþingi en þar vakti Inga Sæland, formaður Flokks fólksins athygli á málinu.

Fjölskyldan hefur lifað í mikilli óvissu síðan Mayeth fékk bréf um að dvalarleyfisumsókn hennar væri synjað. Pjetur og Mayeth hafa verið gift í tæp 11 ár og eiga saman 10 ára gamla dóttur, Aimee Áslaugu. Vegna örorku Pjeturs gátu hjónin ekki sýnt fram á nægar tekjur. Átti því Mayeth að vera komin úr landi í dag, föstudaginn 24. maí.

Í bréfi Útlendingastofnunar segir:

„Með vísan til 1. tl. 1. mgr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ákvörðun Útlendingastofnunar dags 6. maí 2019 um synjun umsóknar Mayeth Gudmundsson, ríkisborgara Filippseyja um dvalarleyfi á Íslandi sem maki Íslendings hér með afturkölluð og verður umsóknin tekin aftur til meðferðar hjá stofnuninni.“

 

Tengdar fréttir: 

Mayeth og Pjetur bíða í óvissunni

Ingu Sæland brugðið

Útlendingastofnun sundrar fjölskyldu – Sendir eiginkonu Pjeturs úr landi eftir tíu ára hjónaband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband