fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. maí 2019 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, núverandi yfirmaður dægurmáladeildar DV, hefur verið ráðin sem ritstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Mun hún formlega taka við stjórnartaumunum á mánudag en einnig verður annar ritstjóri ráðinn til félagsins sem rekur DV og dv.is

„Þetta er gífurlega spennandi verkefni og talsverð áskorun, en það er ágætt við og við að þjóta út fyrir þægindarammann. Mér þykir afar vænt um DV og tel mig afar heppna að fá að þróa miðilinn áfram í samvinnu með góðu fólki,“ segir Lilja Katrín.

Hinn nýráðni ritstjóri hefur fimmtán ára reynslu og hefur meðal annars starfað sem ritstjóri Séð og heyrt og vefstjóri Mannlífs. Þá hefur hún einnig starfað sem umsjónarmaður innblaðs Fréttablaðsins og Lífsins á Vísi. Hún er með háskólagráðu í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaleiklist. Hefur hún einnig starfað á því sviði, bæði sem leikari og handritshöfundur.

„Ég hef átt þeirri lukku að fagna síðustu fimmtán árin að vinna undir og með mörgu af fremsta fjölmiðlafólki landsins. Ég á því stóran reynslubanka að leita í og er ávallt þakklát því fólki sem ég hef unnið með í þessum bransa á lífsleiðinni. Þau hafa leitt mig á þann stað sem ég er á í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“